Tónlist Ylju í bresku brúðkaupi Kristjana Arnarsdóttir skrifar 31. júlí 2013 08:00 Þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir eru forsprakkar hljómsveitarinnar Ylju. Hljómsveitinni bárust ansi skemmtileg skilaboð á dögunum. fréttablaðið/hag „Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Við eigum enskan texta við lagið svo ætli við sendum það ekki á hana,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir úr hljómsveitinni Ylju, en hljómsveitarmeðlimum bárust skemmtileg skilaboð á Facebook á dögunum. Bresk kona setti sig í samband við hljómsveitina og tjáði þeim að frændi sinn og kærasta hans hefðu nýverið heimsótt Ísland og hann gert sér lítið fyrir og beðið stúlkunnar í Bláa lóninu. Daginn eftir hafði hið nýtrúlofaða par síðan farið í íslenska plötuverslun þar sem starfsmaðurinn mælti með plötu Ylju sem samnefnd er sveitinni. Nú styttist í sjálft brúðkaupið og hefur hin tilvonandi brúður ákveðið að ganga upp að altarinu meðan hið vinsæla lag hljómsveitarinnar, Út, hljómar, þótt hún viti ekkert um hvað textinn fjallar. „Konan spyr svo hvort við eigum ekki mögulega enskan texta við lagið því að hana langi svo að gefa þeim hann að gjöf. Íslenska lagið er ekki beint ástarlag, textinn er kannski svolítið mikið bull og grín hjá okkur Bjarteyju. En við fengum strák til þess að þýða þetta yfir á ensku og hann gerði þetta að hálfgerðu ástarlagi svo við sýnum henni eflaust textann,“ segir Guðný Gígja. Hún segir að hljómsveitin hafi haft í nógu að snúast í sumar en nýverið fjölgaði meðlimum hennar um tvo. „Nú erum við orðin fimm en við erum búin að vera þrjú frá árinu 2011. Við höfðum lengi leitað að bassaleikara og fengum svo litla frænda minn til þess að taka það sér. Eins höfðum við Bjartey sjálfar séð um að spila aðeins á trommur en ákváðum svo að fá annan í verkið,“ segir Guðný Gígja. Hljómsveitin spilar víða um verslunarmannahelgina. „Við verðum á Laugalandi á edrúhátíðinni á föstudaginn, spilum svo á Innipúkanum á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Svo það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðný Gígja sæl að lokum. Hér að neðan má heyra lagið Út. Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Við eigum enskan texta við lagið svo ætli við sendum það ekki á hana,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir úr hljómsveitinni Ylju, en hljómsveitarmeðlimum bárust skemmtileg skilaboð á Facebook á dögunum. Bresk kona setti sig í samband við hljómsveitina og tjáði þeim að frændi sinn og kærasta hans hefðu nýverið heimsótt Ísland og hann gert sér lítið fyrir og beðið stúlkunnar í Bláa lóninu. Daginn eftir hafði hið nýtrúlofaða par síðan farið í íslenska plötuverslun þar sem starfsmaðurinn mælti með plötu Ylju sem samnefnd er sveitinni. Nú styttist í sjálft brúðkaupið og hefur hin tilvonandi brúður ákveðið að ganga upp að altarinu meðan hið vinsæla lag hljómsveitarinnar, Út, hljómar, þótt hún viti ekkert um hvað textinn fjallar. „Konan spyr svo hvort við eigum ekki mögulega enskan texta við lagið því að hana langi svo að gefa þeim hann að gjöf. Íslenska lagið er ekki beint ástarlag, textinn er kannski svolítið mikið bull og grín hjá okkur Bjarteyju. En við fengum strák til þess að þýða þetta yfir á ensku og hann gerði þetta að hálfgerðu ástarlagi svo við sýnum henni eflaust textann,“ segir Guðný Gígja. Hún segir að hljómsveitin hafi haft í nógu að snúast í sumar en nýverið fjölgaði meðlimum hennar um tvo. „Nú erum við orðin fimm en við erum búin að vera þrjú frá árinu 2011. Við höfðum lengi leitað að bassaleikara og fengum svo litla frænda minn til þess að taka það sér. Eins höfðum við Bjartey sjálfar séð um að spila aðeins á trommur en ákváðum svo að fá annan í verkið,“ segir Guðný Gígja. Hljómsveitin spilar víða um verslunarmannahelgina. „Við verðum á Laugalandi á edrúhátíðinni á föstudaginn, spilum svo á Innipúkanum á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Svo það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðný Gígja sæl að lokum. Hér að neðan má heyra lagið Út.
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira