Innlent

Landhelgisgæslan leitar að rússneskum ferðamanni

Landhelgisgæslan leitar að rússneskum ferðamanni sem ekkert hefur spurts til síðan í gær.
Landhelgisgæslan leitar að rússneskum ferðamanni sem ekkert hefur spurts til síðan í gær.
Þyrla Landhelgilsgæslunnar er nú að leita að rússneskum ferðamanni á eða við Hvannadalshnjúk. Hann ætlaði að láta vita af sér klukkan átta í gærkvöldi, en ekkert hefur heyrst frá honum þannig að leit er hafin.

Samkvæmt upplýsingum Fréttastofunnar var lélegt skyggni á Hvannadalshnjúk í gærkvöldi og er jafnvel enn. Leitaraðstæður eru því slæmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×