Fótbolti

Ragnar gat ekki fagnað með Jóa

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
"Þetta var frábært. Algjörlega frábært eftir stöðuna sem við vorum komnir í," sagði varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson eftir 4-4 leikinn gegn Sviss í kvöld.

"Þeir voru búnir að fá á sig eitt mark í allri keppninni en svo setjum við fjögur. Ég held að enginn hafi trúað þessu.

"Það var geðveik tilfinning að sjá Jóa skora fjórða markið. Ég hljóp að bekknum til þess að fá mér að drekka og ég sá allan bekkinn hoppa úr sætunum eins og bylgju. Ég náði því miður ekki að fagna með Jóa því ég varð að fá mér að drekka."

Ragnar var að vonum ekki sáttur við að hann og félagar hans í vörninni skildu leka inn fjórum mörkum.

"Ég er hundfúll. Það er erfitt fyrir mig að vera ánægður því við fengum á okkur fjögur mörk. Við í vörninni eigum að halda þessu lokuðu. Ég er ánægður samt fyrir hönd Jóa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×