Drengirnir í Sigur Rós eru sjóðandi heitir þessa dagana eftir sýningu Íslandsþáttar Simpsons-fjölskyldunnar þar sem teiknimyndum af þeim Jónsa, Orra og Georg brá fyrir, auk þess sem sveitin samdi tónlist fyrir þáttinn.
Nú er einnig komin í loftið sérstök Instagram-síða Sigur Rósar á netinu, þar sem áhugasamir geta fræðst um ævintýri sveitarmeðlima og föruneytis þeirra á hljómleikaferðalagi um heiminn. Bjórdrykkja og karókísöngur koma við sögu á síðunni, en sjón er sögu ríkari.
