Roy Keane, fyrrum fyrirliði Man. Utd, fór ekki neinum silkihönskum um leikmenn Man. Utd í sjónvarpinu í gærkvöldi er hann var að fjalla um leik liðsins gegn Shaktar Donetsk í Meistaradeildinni. Man. Utd vann leikinn, 1-0, og um leið sinn riðil.
"Það er ekki að sjá að liðið sé að rífa sig upp eftir vonbrigðin í síðasta leik. Þeir líta ekki út eins og lið. Þetta eru bara einstaklingar að hlaupa um völlinn," sagði Keane í hálfleik í gær.
"Það er hægt að verja leikmenn sem gera mistök en það er óafsakanlegt þegar menn tækla ekki og fara í andstæðinginn."
Keane er heldur enginn sérstakur aðdáandi Ashley Young.
"Young hefði átt að hitta markið er hann komst í færi. Svona hefur hann verið hjá Man. Utd. Hann er bara ekki nógu góður," sagði Keane grimmur.
"Moyes tók hitann af leikmönnum fyrir leikinn en ábyrgðin liggur líka á hjá reyndum leikmönnum liðsins. Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með Rio Ferdinand. Ákvarðanatakan er glórulaus. Það er eins og hann sé að spila sinn fyrsta leik á ferlinum."
Keane hjólar í Young og Ferdinand

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti







Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka
Enski boltinn
