Fótbolti

Þetta verður furðulegur úrslitaleikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Cristiano Ronaldo er klár í slaginn með sínum mönnum í Real Madrid fyrir leikinn gegn Atletico Madrid í úrslitum spænsku bikarkeppninnar.

Leikurinn fer fram á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid, en er í þetta skiptið í hlutverki sem „hlutlaus“ völlur. Helmingur áhorfenda verður því á bandi Atletico.

„Þetta verður furðulegur leikur. Við erum að spila á okkar heimavelli en helmingur áhorfenda verður á bandi hins liðsins,“ sagði Ronaldo í viðtali á heimasíðu Real Madrid.

„Við látum það þó ekki hafa áhrif á okkur. Við vonum að besta liðið muni vinna og ef við spilum eðlilega, verður það Real Madrid.“

Hvort lið fær 30 þúsund miða á leikinn en völlurinn tekur alls um 80 þúsund manns í sæti. Það er þó óvíst hvort uppselt verði á leiknum þar sem miðar þykja dýrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×