Engin óvissa með orkusamning Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. maí 2013 20:05 Upphaflegar áætlanir fjárfestingarverkefnis Rio Tinto Alcan í Straumsvík gerðu ráð fyrir að árleg framleiðslugeta álversins myndi aukast um 20 prósent eða úr 190 þúsund tonnum í 230 þúsund tonn. Uppfærslur á straumleiðurum í kerskálum hafa hins vegar reynst vandkvæðum bundnar, bæði í tæknilegu og öryggislegu tilliti. Þetta þýðir að framleiðslugetan verður aukin um 8 prósent eða í 205 þúsund tonn. Stóra spurningin er því hvað verður um orkuna sem eftir situr. Aðspurð vísar Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, í samning fyrirtækisins við Landsvirkjun. „Orkusamningurinn er enn í gildi og við munum ræða við Landsvirkjun um framhaldið. Samskipti okkar við Landsvirkjun ná yfir hálfa öld. Landsvirkjun var á sínum stofnuð fyrir Ísál og þessi fyrirtæki hafa unnið náið og vel saman í gegnum árin," segir Rannveig. „Ég geri ráð fyrir því að við leysum þetta í sameiningu og vinnum út úr þessu saman." Landsvirkjun ákvað í ágúst árið 2008 að hefja á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í Þjórsá, sem nú er á framkvæmdastigi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á þessu ári. Orkan þaðan var seld til Rio Tinto Alcan sem hugðist auka framleiðslu í Straumsvík. Fyrirtæki þarf nú að leita annarra leiða til ná þeirri framleiðsluaukningu sem fyrirhuguð var. „Það er búið að leggja mikla vinnu og kostnað í að þróa þá leið sem varð fyrir valinu. Hún var talin best og hagkvæmusm, en reyndist ekki fær. Það er of dýrt að gera þetta þegar tillit er tekið til tæknilegra þátta sem og þeirra miklu öryggisráðstafana sem fylgja. Þannig að það var ákveðið að fara í breytingar á straumliðum." Landsvirkjun mun funda með forsvarsmönnum Rio Tinto Alcan á næstu dögum um breytt áform fyrirtækisins. Þá er ekki talið að áformin komi til að hafa áhrif á uppbyggingu Búðarhálsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er almennt ekki gert ráð fyrir í orkusölusamningum að kaupandi áframselji orkuna. Samningurinn milli Rio Tinto Alcan og Landsvirkjunar gildir út árið 2036. Eins og staðan er núna er hins vegar ekki ljóst hversu mikið rafmagn Rio Tinto Alcan mun endalega taka samkvæmt samningnum, í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Upphaflegar áætlanir fjárfestingarverkefnis Rio Tinto Alcan í Straumsvík gerðu ráð fyrir að árleg framleiðslugeta álversins myndi aukast um 20 prósent eða úr 190 þúsund tonnum í 230 þúsund tonn. Uppfærslur á straumleiðurum í kerskálum hafa hins vegar reynst vandkvæðum bundnar, bæði í tæknilegu og öryggislegu tilliti. Þetta þýðir að framleiðslugetan verður aukin um 8 prósent eða í 205 þúsund tonn. Stóra spurningin er því hvað verður um orkuna sem eftir situr. Aðspurð vísar Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, í samning fyrirtækisins við Landsvirkjun. „Orkusamningurinn er enn í gildi og við munum ræða við Landsvirkjun um framhaldið. Samskipti okkar við Landsvirkjun ná yfir hálfa öld. Landsvirkjun var á sínum stofnuð fyrir Ísál og þessi fyrirtæki hafa unnið náið og vel saman í gegnum árin," segir Rannveig. „Ég geri ráð fyrir því að við leysum þetta í sameiningu og vinnum út úr þessu saman." Landsvirkjun ákvað í ágúst árið 2008 að hefja á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í Þjórsá, sem nú er á framkvæmdastigi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á þessu ári. Orkan þaðan var seld til Rio Tinto Alcan sem hugðist auka framleiðslu í Straumsvík. Fyrirtæki þarf nú að leita annarra leiða til ná þeirri framleiðsluaukningu sem fyrirhuguð var. „Það er búið að leggja mikla vinnu og kostnað í að þróa þá leið sem varð fyrir valinu. Hún var talin best og hagkvæmusm, en reyndist ekki fær. Það er of dýrt að gera þetta þegar tillit er tekið til tæknilegra þátta sem og þeirra miklu öryggisráðstafana sem fylgja. Þannig að það var ákveðið að fara í breytingar á straumliðum." Landsvirkjun mun funda með forsvarsmönnum Rio Tinto Alcan á næstu dögum um breytt áform fyrirtækisins. Þá er ekki talið að áformin komi til að hafa áhrif á uppbyggingu Búðarhálsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er almennt ekki gert ráð fyrir í orkusölusamningum að kaupandi áframselji orkuna. Samningurinn milli Rio Tinto Alcan og Landsvirkjunar gildir út árið 2036. Eins og staðan er núna er hins vegar ekki ljóst hversu mikið rafmagn Rio Tinto Alcan mun endalega taka samkvæmt samningnum, í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira