Íslenski boltinn

Óli Stef var með á æfingu hjá fótboltaliði Vals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Myndir / Pjetur Sigurðsson
„Ég held að hann hafi klobbað einhvern,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en Ólafur Stefánsson tók þátt í æfingu liðsins í dag.

„Hann var nú reyndar bara á leið út að hlaupa og vildi vera með í reit. Það var nú ekkert flóknara en það,“ bætti Magnús við en sagði að Ólafur hefði sýnt góða takta.

„Óli er góður í fótbolta - það er ekki spurning. Hann kemur jafnvel til greina í liðið fyrir næsta leik,“ sagði Magnús í léttum dúr.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis, kíkti við á Hlíðarenda og tók þessar myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×