Hafa femínistar eyðilagt fegurðarsamkeppnir? Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. september 2013 09:47 Ísland á fulltrúa í ungfrú Alheimur í ár. Mynd úr safni. Það er talið ólíklegt að Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur eigi möguleika á sigri, þrátt fyrir að vera falleg. Þetta kemur fram á vefsíðu sem fjallar um keppnina. Keppnin verður haldin 28. september næstkomandi í Indónesíu. Á vefsíðunni kemur fram að ástæðan sé sú að Sigríður hafi lítið verið kynnt. Hún hafi skyndilega verið boðuð til þátttöku en ekki sé mikið vitað um hana. Á vefsíðunni segir að þrátt fyrir að Ísland hafi þrisvar sinnum unnið fyrsta sæti í keppninni þá virðist vera mikil andstaða gegn fegurðarsamkeppnum hér á landi. Femínistar á Íslandi séu að gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja fyrir mótshöldurum slíkra keppna. Sigríður sem er mætt á keppnisstað, segist vera spennt fyrir keppninni og lætur þessi ummæli ekkert á sig fá. Hún segist jafnframt ekki sjá neitt að því að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hún geri þetta af fúsum og frjálsum vilja og líti á það sem sinn rétt að taka þátt. „Við erum 130 stelpur sem erum að njóta þess að vera hérna saman, ég á orðið vini alls staðar í heiminum,“ segir Sigríður.Snertir samfélagið í heild - Staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands telur að það séu fleiri en femínistar sem að átta sig á því að staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar á fegurð, geti verið skaðlegar fyrir ungar stúlkur og það samfélag sem við viljum búa í. „Ég held að mörgum finnist þessar keppnir bara vera hálf glataðar og það er ekki bara skoðun yfirlýstra femínista,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi verið mikil umræða um fegurðarsamkeppnir. Það sé umræða sem alltaf skjóti upp kollinum reglulega. Steinunn segist líka alltaf vera jafn hissa á hvað fólk er tilbúið að taka þátt í svona keppnum, en eins og hafi komið í ljós og verið mikið í fréttum þá séu þátttakendur feguðrarsamkeppna oft krafðar til þess að varpa frá sér ýmsum réttindum og í ljós hafi komið að stelpurnar ráða sér ekki mikið sjálfar þegar þær hafa skráð sig til keppni.„Auðvitað ræður fólk hvað það gerir en konur mega ekki gleyma því að það sem hver og ein gerir hefur ekki bara áhrif á hana sjálfa, það snertir samfélagið í heild sinni. Ungar stúlkur lesa umfjallanir um þessar fallegu stúlkur og áherslan er öll á útlit, en það er bara svo margt annað sem skiptir máli i lífinu en að vera falleg,“ segir hún. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Það er talið ólíklegt að Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur eigi möguleika á sigri, þrátt fyrir að vera falleg. Þetta kemur fram á vefsíðu sem fjallar um keppnina. Keppnin verður haldin 28. september næstkomandi í Indónesíu. Á vefsíðunni kemur fram að ástæðan sé sú að Sigríður hafi lítið verið kynnt. Hún hafi skyndilega verið boðuð til þátttöku en ekki sé mikið vitað um hana. Á vefsíðunni segir að þrátt fyrir að Ísland hafi þrisvar sinnum unnið fyrsta sæti í keppninni þá virðist vera mikil andstaða gegn fegurðarsamkeppnum hér á landi. Femínistar á Íslandi séu að gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja fyrir mótshöldurum slíkra keppna. Sigríður sem er mætt á keppnisstað, segist vera spennt fyrir keppninni og lætur þessi ummæli ekkert á sig fá. Hún segist jafnframt ekki sjá neitt að því að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hún geri þetta af fúsum og frjálsum vilja og líti á það sem sinn rétt að taka þátt. „Við erum 130 stelpur sem erum að njóta þess að vera hérna saman, ég á orðið vini alls staðar í heiminum,“ segir Sigríður.Snertir samfélagið í heild - Staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands telur að það séu fleiri en femínistar sem að átta sig á því að staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar á fegurð, geti verið skaðlegar fyrir ungar stúlkur og það samfélag sem við viljum búa í. „Ég held að mörgum finnist þessar keppnir bara vera hálf glataðar og það er ekki bara skoðun yfirlýstra femínista,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi verið mikil umræða um fegurðarsamkeppnir. Það sé umræða sem alltaf skjóti upp kollinum reglulega. Steinunn segist líka alltaf vera jafn hissa á hvað fólk er tilbúið að taka þátt í svona keppnum, en eins og hafi komið í ljós og verið mikið í fréttum þá séu þátttakendur feguðrarsamkeppna oft krafðar til þess að varpa frá sér ýmsum réttindum og í ljós hafi komið að stelpurnar ráða sér ekki mikið sjálfar þegar þær hafa skráð sig til keppni.„Auðvitað ræður fólk hvað það gerir en konur mega ekki gleyma því að það sem hver og ein gerir hefur ekki bara áhrif á hana sjálfa, það snertir samfélagið í heild sinni. Ungar stúlkur lesa umfjallanir um þessar fallegu stúlkur og áherslan er öll á útlit, en það er bara svo margt annað sem skiptir máli i lífinu en að vera falleg,“ segir hún.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira