Lífið

Yoko fékk sér fisk á Borginni

Ellý Ármanns skrifar
Það lá vel á Yoko Ono þegar hún snæddi á Borg restaurant á sunnudagskvöldið ásamt fimm manna fylgdarliði.  Þar gæddi hún sér á ýmsum kræsingum, meðal annars fiskisúpu og humarköku og síðan úrvali annarra fiskirétta af seðlinum. Hún var greinilega í góðu skapi að sögn sjónarvotta. 

Friðarsúlan tendruð á morgun

Yoko tendrar Friðarsúluna í Viðey á fæðingardegi John Lennons annað kvöld 9. október. Þá verða ljósin formlega kveikt með fallegri athöfn klukkan 20:00. 

Yoko býður gestum sem vilja vera viðstaddir tendrun súlunnar í fría kvöldsiglingu yfir Sundið. Fríar siglingar til Viðeyjar verða frá Skarfabakka og hefjast klukkan 18:00. 

Þá verða fríar strætóferðir frá Hlemmi að Skarfabakka og til baka. Fyrsti vagn fer klukkan 18:40 frá Hlemmi og síðan á tuttugu mínútna fresti fram til kl. 19.40. Að athöfn lokinni siglir fyrsta ferja frá Viðey kl. 21:00 og munu strætisvagnarnir taka á móti fólki og flytja það að Hlemmi allt fram til 22:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.