Útúrsnúningar og ódýr rök ráðherra Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2013 12:45 Steingrímur gefur lítið sem ekkert fyrir viðbrögð Sigurðar Inga ráðherra, við undirskriftasöfnun gegn afnámi veiðigjalda. Undirskriftir gegn hækkun veiðigjöldum stefna hraðbyri í 30 þúsund á aðeins tæpum þremur sólarhringum. Þegar þetta er skrifað stendur söfnunin í 27,300 undirskriftum. Henni var hrundið af stað klukkan 17:00 17. júní. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnuvegaráðherra, telur viðbrögð sjávarútvegsráðherra við þeim einkennast af útúrsnúningum. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tjáði sig um undirskriftirnar í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjöldi undirskrifta kemur honum á óvart en hann segir ástæður fyrir því að breytingar á veiðileyfagjöldunum voru lagðar fram. "Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin, sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi, eru óframkvæmanleg," sagði Sigurður Ingi meðal annars.Rökleysa og ódýr fyrirsláttur Steingrímur J Sigfússon, fyrrverandi atvinnuvegaráðherra gefur lítið fyrir þessi svör, telur þau vart boðleg: "Þetta er algjörlega ofmælt og í raun fjarstæða. Það er vottur af sannleik í því að veiðigjaldanefndin hefur verið að reyna að ná samkomulagi við Hagstofuna og Skattinn við að geta sundurgreint betur tilteknar upplýsingar. En, það er líka hægt að leysa það með tiltölulega einfaldri lagabreytingu á veiðigjaldalögunum." Þar fyrir utan eru það engin rök, að mati Steingríms, að þó að menn myndu velja að leggja veiðigjöldin á með bráðabirgðaákvæðum aftur segir það ekkert til um hvort að þurfi að lækka þau eða að þau eigi að vera óbreytt eða þess vegna hækka þau. "Það er afar ódýr afsökun. Í raun og veru er þetta útúrsnúningur. Það er alveg rétt, og við viðurkennum það, að veiðigjaldanefndin rak sig á ákveðin vandkvæði við að sundurgreina tilteknar upplýsingar til að treysta grunninn undir álagningunni. En ekkert útséð er með að það væri hægt að leysa með samkomulagi milli viðkomandi aðila; Fiskistofu, veiðigjaldanefndar, Hagstofunnar og Skattsins. Það var verið að vinna að því í ráðuneytinu."Fjartæðukennd rök fyrir lækkun veiðigjalda Steingrímur segir að til vara sé sú leið alltaf fær að gera þá einfalda breytingu á lögunum um veiðigjöld sem styrkja stöðu og rétt veiðigjaldanefndarinnar til að fá þessar sundurgreindu upplýsingar. "Í þriðja lagi, eins og ég segi, ef menn velja þann kost að leggja þetta á með bráðabirgðaákvæðum í föstum krónutölum á ígildi segir það ekkert til um það hvort gjöldin sem slík eigi að lækka, vera óbreytt eða þess vegna hækka. Þannig að það er algjör fjarstæða að nota þetta sem rök fyrir þessari miklu lækkun sem ríkisstjórnin er að leggja til." Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Undirskriftir gegn hækkun veiðigjöldum stefna hraðbyri í 30 þúsund á aðeins tæpum þremur sólarhringum. Þegar þetta er skrifað stendur söfnunin í 27,300 undirskriftum. Henni var hrundið af stað klukkan 17:00 17. júní. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnuvegaráðherra, telur viðbrögð sjávarútvegsráðherra við þeim einkennast af útúrsnúningum. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tjáði sig um undirskriftirnar í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjöldi undirskrifta kemur honum á óvart en hann segir ástæður fyrir því að breytingar á veiðileyfagjöldunum voru lagðar fram. "Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin, sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi, eru óframkvæmanleg," sagði Sigurður Ingi meðal annars.Rökleysa og ódýr fyrirsláttur Steingrímur J Sigfússon, fyrrverandi atvinnuvegaráðherra gefur lítið fyrir þessi svör, telur þau vart boðleg: "Þetta er algjörlega ofmælt og í raun fjarstæða. Það er vottur af sannleik í því að veiðigjaldanefndin hefur verið að reyna að ná samkomulagi við Hagstofuna og Skattinn við að geta sundurgreint betur tilteknar upplýsingar. En, það er líka hægt að leysa það með tiltölulega einfaldri lagabreytingu á veiðigjaldalögunum." Þar fyrir utan eru það engin rök, að mati Steingríms, að þó að menn myndu velja að leggja veiðigjöldin á með bráðabirgðaákvæðum aftur segir það ekkert til um hvort að þurfi að lækka þau eða að þau eigi að vera óbreytt eða þess vegna hækka þau. "Það er afar ódýr afsökun. Í raun og veru er þetta útúrsnúningur. Það er alveg rétt, og við viðurkennum það, að veiðigjaldanefndin rak sig á ákveðin vandkvæði við að sundurgreina tilteknar upplýsingar til að treysta grunninn undir álagningunni. En ekkert útséð er með að það væri hægt að leysa með samkomulagi milli viðkomandi aðila; Fiskistofu, veiðigjaldanefndar, Hagstofunnar og Skattsins. Það var verið að vinna að því í ráðuneytinu."Fjartæðukennd rök fyrir lækkun veiðigjalda Steingrímur segir að til vara sé sú leið alltaf fær að gera þá einfalda breytingu á lögunum um veiðigjöld sem styrkja stöðu og rétt veiðigjaldanefndarinnar til að fá þessar sundurgreindu upplýsingar. "Í þriðja lagi, eins og ég segi, ef menn velja þann kost að leggja þetta á með bráðabirgðaákvæðum í föstum krónutölum á ígildi segir það ekkert til um það hvort gjöldin sem slík eigi að lækka, vera óbreytt eða þess vegna hækka. Þannig að það er algjör fjarstæða að nota þetta sem rök fyrir þessari miklu lækkun sem ríkisstjórnin er að leggja til."
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira