Góð en skrýtin tilfinning Boði Logason skrifar 20. júní 2013 13:15 "Þetta var bara rosalega góð, en jafnframt skrýtin tilfinning,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í morgun. Hún er fædd árið 1991 og verður tuttugu og tveggja ára í lok mánaðarins. Hún er yngsti þingmaðurinn sem hefur tekið sæti á Alþingi frá upphafi. „Ég kem hérna upp til að vekja athygli á erfiðu máli, heimilisofbeldi,“ sagði hún í upphafi þingfundar. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni að 49% prósent kvenna á aldrinum 15 til 19 ára í öllum heiminum finnist heimilisofbeldi sjálfsagt mál. „Að horfa á þetta stórt hlutfall ungra kvenna sem hafa þetta viðhorf vekur hjá manni stórar áhyggjur því þessar ungu konur munu væntanlega bera saman viðhorf út lífið og jafnvel miðla því til barna sinna. Með þessari ræðu vil ég biðla til þingsins að vinna ötulega og að mikilli staðfestu í málum sem snerta heimilisofbeldi og aðkomu barna í þeim málum.“Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að fjalla um þetta málefni? „Ég komst yfir þessa skýrslu Unicef í liðinni viku og fannst mikilvægt að vekja athygli á þessu málefni,“ segir hún.Hefurðu fengið einhver viðbrögð frá vinnufélögunum? „Jájá, eins og verið hefur þegar þingmenn flytja jómfrúrræður sínar. Við óskum hvor öðru til hamingju, og það er mikið um kossaflens, fagnaðarlæti og klapp á bak,“ segir hún að lokum.Ræðuna má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
"Þetta var bara rosalega góð, en jafnframt skrýtin tilfinning,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í morgun. Hún er fædd árið 1991 og verður tuttugu og tveggja ára í lok mánaðarins. Hún er yngsti þingmaðurinn sem hefur tekið sæti á Alþingi frá upphafi. „Ég kem hérna upp til að vekja athygli á erfiðu máli, heimilisofbeldi,“ sagði hún í upphafi þingfundar. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni að 49% prósent kvenna á aldrinum 15 til 19 ára í öllum heiminum finnist heimilisofbeldi sjálfsagt mál. „Að horfa á þetta stórt hlutfall ungra kvenna sem hafa þetta viðhorf vekur hjá manni stórar áhyggjur því þessar ungu konur munu væntanlega bera saman viðhorf út lífið og jafnvel miðla því til barna sinna. Með þessari ræðu vil ég biðla til þingsins að vinna ötulega og að mikilli staðfestu í málum sem snerta heimilisofbeldi og aðkomu barna í þeim málum.“Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að fjalla um þetta málefni? „Ég komst yfir þessa skýrslu Unicef í liðinni viku og fannst mikilvægt að vekja athygli á þessu málefni,“ segir hún.Hefurðu fengið einhver viðbrögð frá vinnufélögunum? „Jájá, eins og verið hefur þegar þingmenn flytja jómfrúrræður sínar. Við óskum hvor öðru til hamingju, og það er mikið um kossaflens, fagnaðarlæti og klapp á bak,“ segir hún að lokum.Ræðuna má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira