Mörg hundruð milljónir í vanrækslugjöld Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júní 2013 19:37 Að meðaltali eru 35 þúsund álagningarseðlar afgreiddir árlega. mynd/vilhelm Vanrækslugjald ökutækja hefur skilað milljón krónum í ríkiskassann daglega síðustu fjögur ár. Formaður FÍB óttast að mun fleiri ökutæki komist ekki í gegnum skoðun með hækkandi aldri bílaflotans. Bílaflotinn á Íslandi er sá elsti í Evrópu. Fjöldi skráðra ökutækja hefur að mestu staðið í stað síðustu ár en þó að nokkur fjölgun hafi átt sér stað undanfarið. Alls eru þrjú hundruð og sjö þúsund ökutæki skráð á Íslandi í dag. Um fjórðungur allra ökutækja kemst ekki í gegnum árlega skoðun og fær endurskoðun, eða um 24 til 25 prósent. Endurskoðunin segir þó ekki alla söguna, enda eru margir sem fresta því að mæta á skoðanastöðvar. Hérna kemur vanrækslugjaldið til kasta, heilar fimmtán þúsund krónur. Vanrækslugjaldið hefur skilað einum komma þremur milljörðum króna í ríkiskassann frá árinu tvö þúsund og níu. Þetta jafngildir hátt í einni milljón króna fyrir hvern einasta dag ársins. Að meðaltali eru 35 þúsund álagningarseðlar afgreiddir árlega. mynd/Stefán „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að bílaflotinn er að eldast, viðhald bíla er afar dýrt. Þannig að það er nokkuð um það að menn séu að fresta viðhaldi. Þannig að ég geri ráð fyrir að það sé töluvert meira um endurskoðun núna en áður," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.„Auðvitað er umferðin okkar ekkert einkamál. Við erum þarna upp á náð og miskunn samborgara okkar, þannig að það er mjög æskilegt að bílar séu í góðu ástandi." Fáir þekkja þennan veruleika jafn vel og sjálfir skoðanamennirnir. Þeir voru í óðaönn að sinna ökumönnum á síðasta snúning fyrir mánaðarmótin þegar fréttastofa hitti þá í Hafnarfirði. „Já, við finnum fyrir því að bílaflotinn er að eldast," segir Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar.„En það er kannski ekki hægt að segja að ástandið sé að verða mikið verra, en menn eru vissuleg að halda gömlu bílunum lengur í gangi." „Það er síðasti dagur mánaðarins og þá er alltaf nóg að gera. Fólk er að lenda á síðast séns með að koma ökutækjunum í skoðun, til að sleppa við sektina," segir Bergur. „Hér er alltaf stuð og stemning á síðasta degi mánaðarins, það eru þessi vanrækslugjöld sem leggjast á bíla," segir Björn Þór Hannesson, skoðunarmaður hjá Aðalskoðun. „Íslendingar eru náttúrlega ekta þjóð fyrir þetta, geyma allt fram á síðasta dag. Einmitt þess vegna erum við að standa hér í dag. En sektin kemur ekki fyrr en á mánudaginn, þannig að fólk ætti að mæta á svæðið. Þetta eru skilaboðin til þjóðarinnar." Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Vanrækslugjald ökutækja hefur skilað milljón krónum í ríkiskassann daglega síðustu fjögur ár. Formaður FÍB óttast að mun fleiri ökutæki komist ekki í gegnum skoðun með hækkandi aldri bílaflotans. Bílaflotinn á Íslandi er sá elsti í Evrópu. Fjöldi skráðra ökutækja hefur að mestu staðið í stað síðustu ár en þó að nokkur fjölgun hafi átt sér stað undanfarið. Alls eru þrjú hundruð og sjö þúsund ökutæki skráð á Íslandi í dag. Um fjórðungur allra ökutækja kemst ekki í gegnum árlega skoðun og fær endurskoðun, eða um 24 til 25 prósent. Endurskoðunin segir þó ekki alla söguna, enda eru margir sem fresta því að mæta á skoðanastöðvar. Hérna kemur vanrækslugjaldið til kasta, heilar fimmtán þúsund krónur. Vanrækslugjaldið hefur skilað einum komma þremur milljörðum króna í ríkiskassann frá árinu tvö þúsund og níu. Þetta jafngildir hátt í einni milljón króna fyrir hvern einasta dag ársins. Að meðaltali eru 35 þúsund álagningarseðlar afgreiddir árlega. mynd/Stefán „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að bílaflotinn er að eldast, viðhald bíla er afar dýrt. Þannig að það er nokkuð um það að menn séu að fresta viðhaldi. Þannig að ég geri ráð fyrir að það sé töluvert meira um endurskoðun núna en áður," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.„Auðvitað er umferðin okkar ekkert einkamál. Við erum þarna upp á náð og miskunn samborgara okkar, þannig að það er mjög æskilegt að bílar séu í góðu ástandi." Fáir þekkja þennan veruleika jafn vel og sjálfir skoðanamennirnir. Þeir voru í óðaönn að sinna ökumönnum á síðasta snúning fyrir mánaðarmótin þegar fréttastofa hitti þá í Hafnarfirði. „Já, við finnum fyrir því að bílaflotinn er að eldast," segir Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar.„En það er kannski ekki hægt að segja að ástandið sé að verða mikið verra, en menn eru vissuleg að halda gömlu bílunum lengur í gangi." „Það er síðasti dagur mánaðarins og þá er alltaf nóg að gera. Fólk er að lenda á síðast séns með að koma ökutækjunum í skoðun, til að sleppa við sektina," segir Bergur. „Hér er alltaf stuð og stemning á síðasta degi mánaðarins, það eru þessi vanrækslugjöld sem leggjast á bíla," segir Björn Þór Hannesson, skoðunarmaður hjá Aðalskoðun. „Íslendingar eru náttúrlega ekta þjóð fyrir þetta, geyma allt fram á síðasta dag. Einmitt þess vegna erum við að standa hér í dag. En sektin kemur ekki fyrr en á mánudaginn, þannig að fólk ætti að mæta á svæðið. Þetta eru skilaboðin til þjóðarinnar."
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira