„Ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn" Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 13:58 Án ríkisfyrirgreiðslu væri hætta á að Ísland væri villimannaþjóðfélag, samkvæmt Þráni Bertelssyni. GVA/Vilhelm „Eðlilegast væri að leggja niður alla ríkisstyrki og taka aftur upp villimannaþjóðfélag eins og á víkingaöld. Það væri kannski þjóðmenning," segir Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður og heiðurslistamaður. Þráinn segir Framsóknarflokkinn „mikla spekinga," vegna þess að flokkurinn „leggur til að heiðurslaun listamanna verði lögð niður í núverandi mynd og að það fjármagn sem sparast verði notað í sérstök starfslaun fyrir unga listamenn," eins og segir í ályktun frá Framsóknarflokknum. „Á sama hátt myndi ég þá leggja niður ellilífeyri og hækka barnabætur. Það er sama hugsunin. Ég bara óska þeim farsældar, þessum miklu spekingum," segir Þráinn í samtali við fréttastofu." Hann telur jafnframt afleita hugmynd yfir höfuð að leggja niður styrki til listamanna, á meðan aðrar atvinnugreinar njóta enn fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. „Ef að Framsóknarflokkurinn ætlar að leggja niður styrki til atvinnugreina þá myndi ég nú ekki byrja á hinum skapandi greinum sem að njóta hlutfallslega minni ríkisfyrirgreiðslu en aðrar atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaiðnaður."„Sjávarútvegurinn fær mestu ríkisfyrirgreiðsluna" Þráinn segir sjávarútveginn og útgerðarmenn njóta mestrar ríkisfyrirgreiðslu allra atvinnuvega í landinu. „Með einkaleyfi og aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna, sem að hefur gengið svo langt að útgerðarmenn vilja helst ekki viðurkenna lengur eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. Það er engin smá gjöf. Íslenskum listamönnum hefur ekki verið færð nein sérstök auðlind sem þeir mættu nýta einir manna." Þá segir Þráinn að listamenn myndu líklegast prísa sig sæla um slíkt fyrirkomulag sjálfir í skiptum við listamannalaunin. „Ef það stendur til að leggja niður listamannalaun og veita listamönnum í staðin einkaaðgang að fiskimiðunum þá værum við í andskoti fínum málum."Ferðamannaiðnaðurinn nýtur mun meiri velvildar en listamennAðspurður að því hvernig ferðamannaiðnaðurinn njóti velvildar segir Þráinn: „Með skattaafslætti. Þessi iðnaður er í það miklum vexti þannig að menn hafa varla undan við hótelbyggingar. Þessi grein borgar lægri virðisaukaskatt heldur en venjulegt fólk og ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn eða þá sem starfa í hinum skapandi greinum sem borga bara fullan virðisaukaskatt." Þráinn segir einnig mikið um svarta og ólöglega atvinnustarfsemi í ferðamannabransanum. „Mér finnst kannski athyglisvert að spyrja hvort við séum ekki komin óþægilega nærri því að hér sé svart hagkerfi. Það má öllum mönnum ljóst vera að það er mjög óvíða þar sem að skattaundanskot eru jafn auðveld eins og í þessari grein. Af því sem að ég hef heyrt þá er þessi iðnaður ekki að skila því sem að kannski væri eðlilegt að hann skilaði." Hann bætir svo við: „Það sem ég er að segja að greinar eins og ferðamannaiðnaðurinn njóta skattafyrirgreiðslu og mikillar velvildar frá ríkisvaldinu sem að aðrar atvinnugreinar, eins og til dæmis hinar skapandi greinar, gera ekki." Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
„Eðlilegast væri að leggja niður alla ríkisstyrki og taka aftur upp villimannaþjóðfélag eins og á víkingaöld. Það væri kannski þjóðmenning," segir Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður og heiðurslistamaður. Þráinn segir Framsóknarflokkinn „mikla spekinga," vegna þess að flokkurinn „leggur til að heiðurslaun listamanna verði lögð niður í núverandi mynd og að það fjármagn sem sparast verði notað í sérstök starfslaun fyrir unga listamenn," eins og segir í ályktun frá Framsóknarflokknum. „Á sama hátt myndi ég þá leggja niður ellilífeyri og hækka barnabætur. Það er sama hugsunin. Ég bara óska þeim farsældar, þessum miklu spekingum," segir Þráinn í samtali við fréttastofu." Hann telur jafnframt afleita hugmynd yfir höfuð að leggja niður styrki til listamanna, á meðan aðrar atvinnugreinar njóta enn fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. „Ef að Framsóknarflokkurinn ætlar að leggja niður styrki til atvinnugreina þá myndi ég nú ekki byrja á hinum skapandi greinum sem að njóta hlutfallslega minni ríkisfyrirgreiðslu en aðrar atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaiðnaður."„Sjávarútvegurinn fær mestu ríkisfyrirgreiðsluna" Þráinn segir sjávarútveginn og útgerðarmenn njóta mestrar ríkisfyrirgreiðslu allra atvinnuvega í landinu. „Með einkaleyfi og aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna, sem að hefur gengið svo langt að útgerðarmenn vilja helst ekki viðurkenna lengur eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. Það er engin smá gjöf. Íslenskum listamönnum hefur ekki verið færð nein sérstök auðlind sem þeir mættu nýta einir manna." Þá segir Þráinn að listamenn myndu líklegast prísa sig sæla um slíkt fyrirkomulag sjálfir í skiptum við listamannalaunin. „Ef það stendur til að leggja niður listamannalaun og veita listamönnum í staðin einkaaðgang að fiskimiðunum þá værum við í andskoti fínum málum."Ferðamannaiðnaðurinn nýtur mun meiri velvildar en listamennAðspurður að því hvernig ferðamannaiðnaðurinn njóti velvildar segir Þráinn: „Með skattaafslætti. Þessi iðnaður er í það miklum vexti þannig að menn hafa varla undan við hótelbyggingar. Þessi grein borgar lægri virðisaukaskatt heldur en venjulegt fólk og ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn eða þá sem starfa í hinum skapandi greinum sem borga bara fullan virðisaukaskatt." Þráinn segir einnig mikið um svarta og ólöglega atvinnustarfsemi í ferðamannabransanum. „Mér finnst kannski athyglisvert að spyrja hvort við séum ekki komin óþægilega nærri því að hér sé svart hagkerfi. Það má öllum mönnum ljóst vera að það er mjög óvíða þar sem að skattaundanskot eru jafn auðveld eins og í þessari grein. Af því sem að ég hef heyrt þá er þessi iðnaður ekki að skila því sem að kannski væri eðlilegt að hann skilaði." Hann bætir svo við: „Það sem ég er að segja að greinar eins og ferðamannaiðnaðurinn njóta skattafyrirgreiðslu og mikillar velvildar frá ríkisvaldinu sem að aðrar atvinnugreinar, eins og til dæmis hinar skapandi greinar, gera ekki."
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent