„Ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn" Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 13:58 Án ríkisfyrirgreiðslu væri hætta á að Ísland væri villimannaþjóðfélag, samkvæmt Þráni Bertelssyni. GVA/Vilhelm „Eðlilegast væri að leggja niður alla ríkisstyrki og taka aftur upp villimannaþjóðfélag eins og á víkingaöld. Það væri kannski þjóðmenning," segir Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður og heiðurslistamaður. Þráinn segir Framsóknarflokkinn „mikla spekinga," vegna þess að flokkurinn „leggur til að heiðurslaun listamanna verði lögð niður í núverandi mynd og að það fjármagn sem sparast verði notað í sérstök starfslaun fyrir unga listamenn," eins og segir í ályktun frá Framsóknarflokknum. „Á sama hátt myndi ég þá leggja niður ellilífeyri og hækka barnabætur. Það er sama hugsunin. Ég bara óska þeim farsældar, þessum miklu spekingum," segir Þráinn í samtali við fréttastofu." Hann telur jafnframt afleita hugmynd yfir höfuð að leggja niður styrki til listamanna, á meðan aðrar atvinnugreinar njóta enn fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. „Ef að Framsóknarflokkurinn ætlar að leggja niður styrki til atvinnugreina þá myndi ég nú ekki byrja á hinum skapandi greinum sem að njóta hlutfallslega minni ríkisfyrirgreiðslu en aðrar atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaiðnaður."„Sjávarútvegurinn fær mestu ríkisfyrirgreiðsluna" Þráinn segir sjávarútveginn og útgerðarmenn njóta mestrar ríkisfyrirgreiðslu allra atvinnuvega í landinu. „Með einkaleyfi og aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna, sem að hefur gengið svo langt að útgerðarmenn vilja helst ekki viðurkenna lengur eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. Það er engin smá gjöf. Íslenskum listamönnum hefur ekki verið færð nein sérstök auðlind sem þeir mættu nýta einir manna." Þá segir Þráinn að listamenn myndu líklegast prísa sig sæla um slíkt fyrirkomulag sjálfir í skiptum við listamannalaunin. „Ef það stendur til að leggja niður listamannalaun og veita listamönnum í staðin einkaaðgang að fiskimiðunum þá værum við í andskoti fínum málum."Ferðamannaiðnaðurinn nýtur mun meiri velvildar en listamennAðspurður að því hvernig ferðamannaiðnaðurinn njóti velvildar segir Þráinn: „Með skattaafslætti. Þessi iðnaður er í það miklum vexti þannig að menn hafa varla undan við hótelbyggingar. Þessi grein borgar lægri virðisaukaskatt heldur en venjulegt fólk og ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn eða þá sem starfa í hinum skapandi greinum sem borga bara fullan virðisaukaskatt." Þráinn segir einnig mikið um svarta og ólöglega atvinnustarfsemi í ferðamannabransanum. „Mér finnst kannski athyglisvert að spyrja hvort við séum ekki komin óþægilega nærri því að hér sé svart hagkerfi. Það má öllum mönnum ljóst vera að það er mjög óvíða þar sem að skattaundanskot eru jafn auðveld eins og í þessari grein. Af því sem að ég hef heyrt þá er þessi iðnaður ekki að skila því sem að kannski væri eðlilegt að hann skilaði." Hann bætir svo við: „Það sem ég er að segja að greinar eins og ferðamannaiðnaðurinn njóta skattafyrirgreiðslu og mikillar velvildar frá ríkisvaldinu sem að aðrar atvinnugreinar, eins og til dæmis hinar skapandi greinar, gera ekki." Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
„Eðlilegast væri að leggja niður alla ríkisstyrki og taka aftur upp villimannaþjóðfélag eins og á víkingaöld. Það væri kannski þjóðmenning," segir Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður og heiðurslistamaður. Þráinn segir Framsóknarflokkinn „mikla spekinga," vegna þess að flokkurinn „leggur til að heiðurslaun listamanna verði lögð niður í núverandi mynd og að það fjármagn sem sparast verði notað í sérstök starfslaun fyrir unga listamenn," eins og segir í ályktun frá Framsóknarflokknum. „Á sama hátt myndi ég þá leggja niður ellilífeyri og hækka barnabætur. Það er sama hugsunin. Ég bara óska þeim farsældar, þessum miklu spekingum," segir Þráinn í samtali við fréttastofu." Hann telur jafnframt afleita hugmynd yfir höfuð að leggja niður styrki til listamanna, á meðan aðrar atvinnugreinar njóta enn fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. „Ef að Framsóknarflokkurinn ætlar að leggja niður styrki til atvinnugreina þá myndi ég nú ekki byrja á hinum skapandi greinum sem að njóta hlutfallslega minni ríkisfyrirgreiðslu en aðrar atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaiðnaður."„Sjávarútvegurinn fær mestu ríkisfyrirgreiðsluna" Þráinn segir sjávarútveginn og útgerðarmenn njóta mestrar ríkisfyrirgreiðslu allra atvinnuvega í landinu. „Með einkaleyfi og aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna, sem að hefur gengið svo langt að útgerðarmenn vilja helst ekki viðurkenna lengur eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. Það er engin smá gjöf. Íslenskum listamönnum hefur ekki verið færð nein sérstök auðlind sem þeir mættu nýta einir manna." Þá segir Þráinn að listamenn myndu líklegast prísa sig sæla um slíkt fyrirkomulag sjálfir í skiptum við listamannalaunin. „Ef það stendur til að leggja niður listamannalaun og veita listamönnum í staðin einkaaðgang að fiskimiðunum þá værum við í andskoti fínum málum."Ferðamannaiðnaðurinn nýtur mun meiri velvildar en listamennAðspurður að því hvernig ferðamannaiðnaðurinn njóti velvildar segir Þráinn: „Með skattaafslætti. Þessi iðnaður er í það miklum vexti þannig að menn hafa varla undan við hótelbyggingar. Þessi grein borgar lægri virðisaukaskatt heldur en venjulegt fólk og ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn eða þá sem starfa í hinum skapandi greinum sem borga bara fullan virðisaukaskatt." Þráinn segir einnig mikið um svarta og ólöglega atvinnustarfsemi í ferðamannabransanum. „Mér finnst kannski athyglisvert að spyrja hvort við séum ekki komin óþægilega nærri því að hér sé svart hagkerfi. Það má öllum mönnum ljóst vera að það er mjög óvíða þar sem að skattaundanskot eru jafn auðveld eins og í þessari grein. Af því sem að ég hef heyrt þá er þessi iðnaður ekki að skila því sem að kannski væri eðlilegt að hann skilaði." Hann bætir svo við: „Það sem ég er að segja að greinar eins og ferðamannaiðnaðurinn njóta skattafyrirgreiðslu og mikillar velvildar frá ríkisvaldinu sem að aðrar atvinnugreinar, eins og til dæmis hinar skapandi greinar, gera ekki."
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira