„Ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn" Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 13:58 Án ríkisfyrirgreiðslu væri hætta á að Ísland væri villimannaþjóðfélag, samkvæmt Þráni Bertelssyni. GVA/Vilhelm „Eðlilegast væri að leggja niður alla ríkisstyrki og taka aftur upp villimannaþjóðfélag eins og á víkingaöld. Það væri kannski þjóðmenning," segir Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður og heiðurslistamaður. Þráinn segir Framsóknarflokkinn „mikla spekinga," vegna þess að flokkurinn „leggur til að heiðurslaun listamanna verði lögð niður í núverandi mynd og að það fjármagn sem sparast verði notað í sérstök starfslaun fyrir unga listamenn," eins og segir í ályktun frá Framsóknarflokknum. „Á sama hátt myndi ég þá leggja niður ellilífeyri og hækka barnabætur. Það er sama hugsunin. Ég bara óska þeim farsældar, þessum miklu spekingum," segir Þráinn í samtali við fréttastofu." Hann telur jafnframt afleita hugmynd yfir höfuð að leggja niður styrki til listamanna, á meðan aðrar atvinnugreinar njóta enn fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. „Ef að Framsóknarflokkurinn ætlar að leggja niður styrki til atvinnugreina þá myndi ég nú ekki byrja á hinum skapandi greinum sem að njóta hlutfallslega minni ríkisfyrirgreiðslu en aðrar atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaiðnaður."„Sjávarútvegurinn fær mestu ríkisfyrirgreiðsluna" Þráinn segir sjávarútveginn og útgerðarmenn njóta mestrar ríkisfyrirgreiðslu allra atvinnuvega í landinu. „Með einkaleyfi og aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna, sem að hefur gengið svo langt að útgerðarmenn vilja helst ekki viðurkenna lengur eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. Það er engin smá gjöf. Íslenskum listamönnum hefur ekki verið færð nein sérstök auðlind sem þeir mættu nýta einir manna." Þá segir Þráinn að listamenn myndu líklegast prísa sig sæla um slíkt fyrirkomulag sjálfir í skiptum við listamannalaunin. „Ef það stendur til að leggja niður listamannalaun og veita listamönnum í staðin einkaaðgang að fiskimiðunum þá værum við í andskoti fínum málum."Ferðamannaiðnaðurinn nýtur mun meiri velvildar en listamennAðspurður að því hvernig ferðamannaiðnaðurinn njóti velvildar segir Þráinn: „Með skattaafslætti. Þessi iðnaður er í það miklum vexti þannig að menn hafa varla undan við hótelbyggingar. Þessi grein borgar lægri virðisaukaskatt heldur en venjulegt fólk og ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn eða þá sem starfa í hinum skapandi greinum sem borga bara fullan virðisaukaskatt." Þráinn segir einnig mikið um svarta og ólöglega atvinnustarfsemi í ferðamannabransanum. „Mér finnst kannski athyglisvert að spyrja hvort við séum ekki komin óþægilega nærri því að hér sé svart hagkerfi. Það má öllum mönnum ljóst vera að það er mjög óvíða þar sem að skattaundanskot eru jafn auðveld eins og í þessari grein. Af því sem að ég hef heyrt þá er þessi iðnaður ekki að skila því sem að kannski væri eðlilegt að hann skilaði." Hann bætir svo við: „Það sem ég er að segja að greinar eins og ferðamannaiðnaðurinn njóta skattafyrirgreiðslu og mikillar velvildar frá ríkisvaldinu sem að aðrar atvinnugreinar, eins og til dæmis hinar skapandi greinar, gera ekki." Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
„Eðlilegast væri að leggja niður alla ríkisstyrki og taka aftur upp villimannaþjóðfélag eins og á víkingaöld. Það væri kannski þjóðmenning," segir Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður og heiðurslistamaður. Þráinn segir Framsóknarflokkinn „mikla spekinga," vegna þess að flokkurinn „leggur til að heiðurslaun listamanna verði lögð niður í núverandi mynd og að það fjármagn sem sparast verði notað í sérstök starfslaun fyrir unga listamenn," eins og segir í ályktun frá Framsóknarflokknum. „Á sama hátt myndi ég þá leggja niður ellilífeyri og hækka barnabætur. Það er sama hugsunin. Ég bara óska þeim farsældar, þessum miklu spekingum," segir Þráinn í samtali við fréttastofu." Hann telur jafnframt afleita hugmynd yfir höfuð að leggja niður styrki til listamanna, á meðan aðrar atvinnugreinar njóta enn fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. „Ef að Framsóknarflokkurinn ætlar að leggja niður styrki til atvinnugreina þá myndi ég nú ekki byrja á hinum skapandi greinum sem að njóta hlutfallslega minni ríkisfyrirgreiðslu en aðrar atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaiðnaður."„Sjávarútvegurinn fær mestu ríkisfyrirgreiðsluna" Þráinn segir sjávarútveginn og útgerðarmenn njóta mestrar ríkisfyrirgreiðslu allra atvinnuvega í landinu. „Með einkaleyfi og aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna, sem að hefur gengið svo langt að útgerðarmenn vilja helst ekki viðurkenna lengur eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. Það er engin smá gjöf. Íslenskum listamönnum hefur ekki verið færð nein sérstök auðlind sem þeir mættu nýta einir manna." Þá segir Þráinn að listamenn myndu líklegast prísa sig sæla um slíkt fyrirkomulag sjálfir í skiptum við listamannalaunin. „Ef það stendur til að leggja niður listamannalaun og veita listamönnum í staðin einkaaðgang að fiskimiðunum þá værum við í andskoti fínum málum."Ferðamannaiðnaðurinn nýtur mun meiri velvildar en listamennAðspurður að því hvernig ferðamannaiðnaðurinn njóti velvildar segir Þráinn: „Með skattaafslætti. Þessi iðnaður er í það miklum vexti þannig að menn hafa varla undan við hótelbyggingar. Þessi grein borgar lægri virðisaukaskatt heldur en venjulegt fólk og ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn eða þá sem starfa í hinum skapandi greinum sem borga bara fullan virðisaukaskatt." Þráinn segir einnig mikið um svarta og ólöglega atvinnustarfsemi í ferðamannabransanum. „Mér finnst kannski athyglisvert að spyrja hvort við séum ekki komin óþægilega nærri því að hér sé svart hagkerfi. Það má öllum mönnum ljóst vera að það er mjög óvíða þar sem að skattaundanskot eru jafn auðveld eins og í þessari grein. Af því sem að ég hef heyrt þá er þessi iðnaður ekki að skila því sem að kannski væri eðlilegt að hann skilaði." Hann bætir svo við: „Það sem ég er að segja að greinar eins og ferðamannaiðnaðurinn njóta skattafyrirgreiðslu og mikillar velvildar frá ríkisvaldinu sem að aðrar atvinnugreinar, eins og til dæmis hinar skapandi greinar, gera ekki."
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira