Sigurður Ragnar: Við vonumst til að fá Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2013 21:55 Mynd / óskaró Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur á sex árum komið íslenska landsliðinu í hóp átta bestu liða Evrópu. Hann fagnaði vel sigrinum á Hollandi í kvöld. „Þetta var geðveikt og ég fagnaði mikið þegar þetta var búið. Síðustu mínúturnar voru samt lengi að líða. Þetta var karaktersigur og við spiluðum taktíkst ótrúlega vel í leiknum í 90 mínútur. Við toppuðum á réttum tíma," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum EM í kvöld.. „Við vorum búin að lesa hollenska liðið vel. Við vörðumst vel á móti þeim og vorum búin að lesa uppspilið þeirra og þeirra hættulegu leikmenn. Við tóku burtu hraðann frá þeirra fljótu leikmönnum með því að liggja aftarlega," sagði Sigurður Ragnar. „Við skoruðum frábært mark, eigum skot í stöng og áttu einhver fleiri færi. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum náðum við ekki að halda boltanum nógu vel og öll einbeitingin fór í að verjast sem tekur aukaorku. Stundum eru leikir svoleiðis en við stóðumst pressuna," sagði Sigurður Ragnar. „Nú þurfum við að setja okkur nýtt markmið sem er að komast áfram í átta liða úrslit. Annað væri skrýtið markmið. Við vonumst til að fá Svía því það væri sérstaklega skemmtilegt fyrir okkur að spila á móti heimaliðinu í mikilli stemmningu og með marga áhorfendur. Það yrði frábær reynsla fyrir okkar stelpur sérstaklega af því að það eru margar að spila í Svíþjóð. Ef við fáum Frakkana þá tökum við þær líka," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar setti Sif Atladóttir inn í liðið og hún var ein af bestu leikmönnum íslenska liðsins í leiknum. „Sif átti frábæran dag. Við hvíldum hana á móti Þjóðverjum því að við vissum að hún ætti erfitt með að spila þrjá leiki og Glódís þurfti líka reynslu í byrjunarliði í lokakeppni. Hún er framtíðin í miðvarðarstöðu þessa liðs og við þurfum fleiri góða hafsenta því að það fer því miður að styttast í það að Kata fari að hætta," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Sif stóð sig frábærlega í dag og við þurftum á hraðanum hennar að halda í þessum leik. Við vissum að við gætum þurft að færa okkur framar ef að við þyrftum að skora mark. Hún leysti hlutverkið sitt frábærlega. „Við fengum frábæran stuðning frá áhorfendum. Þetta er áfangi og á þessu móti höfum við náð fyrsta stiginu okkar, fyrsta sigrinunm og erum komnar í átta liða úrslit í fyrsta skiptið. Vonandi heldur ævintýrið áfram," sagði Sigurður Ragnar. Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur á sex árum komið íslenska landsliðinu í hóp átta bestu liða Evrópu. Hann fagnaði vel sigrinum á Hollandi í kvöld. „Þetta var geðveikt og ég fagnaði mikið þegar þetta var búið. Síðustu mínúturnar voru samt lengi að líða. Þetta var karaktersigur og við spiluðum taktíkst ótrúlega vel í leiknum í 90 mínútur. Við toppuðum á réttum tíma," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum EM í kvöld.. „Við vorum búin að lesa hollenska liðið vel. Við vörðumst vel á móti þeim og vorum búin að lesa uppspilið þeirra og þeirra hættulegu leikmenn. Við tóku burtu hraðann frá þeirra fljótu leikmönnum með því að liggja aftarlega," sagði Sigurður Ragnar. „Við skoruðum frábært mark, eigum skot í stöng og áttu einhver fleiri færi. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum náðum við ekki að halda boltanum nógu vel og öll einbeitingin fór í að verjast sem tekur aukaorku. Stundum eru leikir svoleiðis en við stóðumst pressuna," sagði Sigurður Ragnar. „Nú þurfum við að setja okkur nýtt markmið sem er að komast áfram í átta liða úrslit. Annað væri skrýtið markmið. Við vonumst til að fá Svía því það væri sérstaklega skemmtilegt fyrir okkur að spila á móti heimaliðinu í mikilli stemmningu og með marga áhorfendur. Það yrði frábær reynsla fyrir okkar stelpur sérstaklega af því að það eru margar að spila í Svíþjóð. Ef við fáum Frakkana þá tökum við þær líka," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar setti Sif Atladóttir inn í liðið og hún var ein af bestu leikmönnum íslenska liðsins í leiknum. „Sif átti frábæran dag. Við hvíldum hana á móti Þjóðverjum því að við vissum að hún ætti erfitt með að spila þrjá leiki og Glódís þurfti líka reynslu í byrjunarliði í lokakeppni. Hún er framtíðin í miðvarðarstöðu þessa liðs og við þurfum fleiri góða hafsenta því að það fer því miður að styttast í það að Kata fari að hætta," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Sif stóð sig frábærlega í dag og við þurftum á hraðanum hennar að halda í þessum leik. Við vissum að við gætum þurft að færa okkur framar ef að við þyrftum að skora mark. Hún leysti hlutverkið sitt frábærlega. „Við fengum frábæran stuðning frá áhorfendum. Þetta er áfangi og á þessu móti höfum við náð fyrsta stiginu okkar, fyrsta sigrinunm og erum komnar í átta liða úrslit í fyrsta skiptið. Vonandi heldur ævintýrið áfram," sagði Sigurður Ragnar.
Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Sjá meira