Fótbolti

Ragnar: Við tökum annað sætið.

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ragnar kátur eftir leik.
Ragnar kátur eftir leik. mynd/valli
„Þetta var frábær sigur. Ég man ekki eftir að þeir hafi fengið færi,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands sem var virkilega ánægður með varnarleik Íslands í kvöld gegn Albaníu.

„Markið þeirra kom úr langskoti og við vorum þéttir allan leikinn og gáfum þeim engin færi að mínu mati.

„Ég sagði fyrir leikinn að við myndum vinna leikinn og við gerðum það,“ sagði Ragnar sem var mjög ánægður með frammistöðu sína í leiknum.

„Það er langt síðan ég hef verið fullkomlega sáttur eftir landsleik. Það er alltaf eitthvað klúður í gangi en í kvöld var þetta fullkomlega spilaður landsleikur varnarlega í heild,“ sagði Ragnar sem spurði blaðamenn að því loknu hvernig hinir leikirnir í riðlinum fóru.

„Erum við þá ekki í öðru? Gott. Eigum við séns á fyrsta? Við tökum annað sætið,“ sagði Ragnar þegar blaðamenn svöruðu að það væri tæpt að taka fyrsta sætið af Sviss sem er með fimm stiga forskot á Ísland þegar tvær umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×