Lífið

Geldof er á leiðinni út í geim

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Söngvarinn Bob Geldof er á leiðinni út í geim. Geldof verður þar með fyrsti Írinn til að fara út í geim og verður einn af 100 farþegum sem hafa keypt sér ferð út í geim á vegum Space Expedition Corporation fyrirtækinu. Ætluð brottför er á næsta ári og kostar miðinn um 13 milljónir króna.

Flogið verður 100 kílómetra frá jörðu og upp í geim. Geldof setti inn færslu á Twitter þar sem hann staðfesti að hann væri á leiðinni út í geim. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir sig að vera á leiðinni út í geim.

„Elvis hefur kannski yfirgefið bygginguna en Bob Geldof ætlar að yfirgefa plánetuna. Hver hefði hugsað að þetta væri mögulegt á minni lífstíð,“ skrifa Geldof.

Þessi 61 árs tónlistamaður fer til Hollands um næstu helgi þar sem hann hefur æfingar fyrir ferðina út í geim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.