Innlent

Fyrsta sýnishornið úr Wikileaks-myndinni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fyrsta sýnishornið úr Wikileaks-myndinni margumtöluðu, The Fifth Estate, var birt í gærkvöldi en myndin er frumsýnd vestanhafs þann 18. október.

Í helstu hlutverkum eru þau Benedict Cumberbatch, Daniel Brühl, Laura Linney, Stanley Tucci og Carice van Houten, en sú síðastnefnda fer með hlutverk Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata sem starfaði um tíma fyrir Wikileaks.

Hluti myndarinnar er tekinn upp hér á landi, meðal annars í Útvarpshúsinu í Efstaleiti. Þá bregður sjónvarpsmanninum Agli Helgasyni fyrir í einu atriði myndarinnar en hann leikur sjálfan sig.

Stikluna má finna í spilaranum hér fyrir ofan.

Fyrsta ljósmyndin úr myndinni var birt skömmu eftir áramót.

Tengdar fréttir

Fyrsta myndin úr bíómyndinni um Wikileaks

Fyrsta myndin úr Wikileaks-bíómyndinni hefur nú verið birt á internetinu en hún er tekin á Austurvelli og þar sjást þeir Benedict Cumberbatch, sem leikur Julian Assange, og Daniel Brühl, sem leikur Daniel Domscheit-Berg fyrrum talsmann Wikileaks.

Íranssenan skrifuð út

"Hann hefur ekki séð nýjustu útgáfu handritsins,“ segir þingkonan Birgitta Jónsdóttir um ummæli Julian Assange, stofnanda upplýsingaveitunnar WikiLeaks, en hann gagnrýnir handrit væntanlegrar kvikmyndar sem fjallar um þessi umdeildu samtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×