Íslenski boltinn

Skiptar skoðanir um vítaspyrnur í 14. umferðinni | Myndband

Fjórar vítaspyrnur voru dæmdar í þremur leikjum í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á miðvikudag. Þær hefðu getað verið fleiri.

Fylkir, Valur og KR skoruðu úr vítaspyrnum í sigurleikjum sínum í umferðinni. Skiptar skoðanir eru um réttmæti vítaspyrnanna á miðvikudagskvöldið og voru Framarar sérstaklega ósáttir.

Sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum fóru yfir atvikin og mátu þau hver fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×