Stílisti gerir góða hluti á tískuvikunni í Kaupmannahöfn Ása Ottesen skrifar 9. ágúst 2013 07:00 Ellen Loftsdóttir búninahönnuður og stílisti Mynd/Einkasafn „Ég er að sjá um útsetningu tískusýningar grænlenska fatahönnuðarins Bibi Chemnitz, sem sýnir í ráðhúsinu í kvöld. Chemnitz er fyrsti Grænlendingurinn til þess að taka þátt á tískuvikunni hér í Kaupmannahöfn og hún hefur fengið svakalega mikla athygli,“ segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem tekur þátt í tískuvikunni þessa stundina. Ellen er að vonum ánægð með verkefnið og er hún í óða önn að undirbúa sig fyrir kvöldið. Mikið umstang er í kringum sýninguna í ráðhúsinu og búist er við miklum fjölda fólks. Aðspurð segir Ellen að tískuvikan fari ört stækkandi og þá sérstaklega hvað varðar litlu merkin frá Skandinavíu. „Tískuvikan hefur upp á svo margt að bjóða og þá sérstaklega fyrir búðareigendur. Hér eru öll flottustu merkin frá Evrópu, til dæmis Asger Juel, Stine Goya og Henrik Vibskov,“ segir hún. Eftir tískuvikuna ætlar Ellen að taka sér langþráð sumarfrí en það bíða hennar mörg spennandi verkefni að því loknu. „Ég er að fara að gera nýtt tónlistarmyndband með Narvi Creative, sem er framleiðslufyrirtæki mitt og kærasta míns, Þorbjörns Ingasonar. Svo ætla ég að skella mér á tískuvikuna í London í september,“ segir hún að lokum. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Ég er að sjá um útsetningu tískusýningar grænlenska fatahönnuðarins Bibi Chemnitz, sem sýnir í ráðhúsinu í kvöld. Chemnitz er fyrsti Grænlendingurinn til þess að taka þátt á tískuvikunni hér í Kaupmannahöfn og hún hefur fengið svakalega mikla athygli,“ segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem tekur þátt í tískuvikunni þessa stundina. Ellen er að vonum ánægð með verkefnið og er hún í óða önn að undirbúa sig fyrir kvöldið. Mikið umstang er í kringum sýninguna í ráðhúsinu og búist er við miklum fjölda fólks. Aðspurð segir Ellen að tískuvikan fari ört stækkandi og þá sérstaklega hvað varðar litlu merkin frá Skandinavíu. „Tískuvikan hefur upp á svo margt að bjóða og þá sérstaklega fyrir búðareigendur. Hér eru öll flottustu merkin frá Evrópu, til dæmis Asger Juel, Stine Goya og Henrik Vibskov,“ segir hún. Eftir tískuvikuna ætlar Ellen að taka sér langþráð sumarfrí en það bíða hennar mörg spennandi verkefni að því loknu. „Ég er að fara að gera nýtt tónlistarmyndband með Narvi Creative, sem er framleiðslufyrirtæki mitt og kærasta míns, Þorbjörns Ingasonar. Svo ætla ég að skella mér á tískuvikuna í London í september,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira