Enski boltinn

Gylfi: Megum ekki misstíga okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson segir að Tottenham þurfi að byrja að safna stigum á ný til að gefa ekki eftir í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.

Tottenham er í fjórða sæti en hefur tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Liðið mætir Swansea í dag en Gylfi lék með því liði á síðara hluta keppnistímabilsins í fyrra, þá sem lánsmaður frá Hoffenheim.

„Þetta er allt saman í okkar höndum," sagði Gylfi í viðtali sem birtist á heimasíðu Tottenham. „Það eru margir erfiðir leikir fram undan og við verðum að ná í eins mörg stig og við getum."

„Swansea hefur átt frábært tímabil - unnið bikar og staðið sig vel í deildinni. Það er erfitt að spila gegn liðinu eins og ég er viss um að Swansea verði sterkt úrvalsdeildarfélag um ókomin ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×