Enski boltinn

Ferguson: Þeir létu okkur hafa fyrir þessum sigri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alex Ferguson og Martin O´Neil eftir leikinn í dag
Alex Ferguson og Martin O´Neil eftir leikinn í dag Mynd. / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn Sunderland fyrr í dag.

Manchester United vann Sunderland 1-0 á útivelli og náði 18 stiga forystu á toppi deildarinnar, tímabundið í það minnsta.

„Þetta var mikill baráttuleikur og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum," sagði Ferguson.

„Maður verður að hrósa leikmönnum Sunderland sem lögðu sig alla fram í dag og létu okkur heldur betur hafa fyrir hlutunum."

„Núna verðum við að vinna fjóra af síðustu átta leikjum liðsins á tímabilinu og þá verður titillinn okkar. Næsta verkefni okkar í deildinni er stórleikurinn gegn Manchester City og sigur í þeim leik fer með okkur langt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×