Enski boltinn

Björn Bergmann lagði upp mark fyrir Úlfana í sigurleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson
Björn Bergmann Sigurðarson Mynd. / Getty Images
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður Wolves, átti fínan leik fyrir félagið í sigri, 3-2,  á Birmingham í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Stephen Hunt kom Wolves yfir eftir tæplega tuttugu mínútna leik. Nokkrum mínútum síðar átti Björn Bergmann fína fyrirgjöf inn í vítateig Birmingham sem Sylvan Ebanks-Blake afgreiddi snyrtilega í netið.

Átta mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins skoraði Sylvan Ebanks-Blake aftur fyrir gestina og staðan var því 3-0 í hálfleik. Wade Elliott minnkaði muninn fyrir Birmingham þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og var hann aftur á ferðinni á 90. mínútu leiksins þegar hann gerði annað mark sitt í leiknum. Niðurstaðan því 3-2 sigur Úlfana.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff unnu fínan sigur, 2-0, á Blackburn Rovers en fyrsta mark leiksins gerði Fraizer Campbell fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins. Nokkrum mínútum fyrir leikslok gerði Joe Mason annað mark heimamanna og gulltryggði sigurinn. Það var enn tími fyrir annað mark en Peter Whittingham skoraði þriðja mark liðsins úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins. Frábær sigur hjá toppliðinu.

Cardiff er í efsta sæti deildarinnar með 78 stig, sjö stigum á undan Hull sem er í því öðru. Wolves er í 19. sætinu með 48 stig en hafa verið að ná í gríðarlega mikilvæg stig að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×