Fótbolti

Pizzasendillinn ánægður með Alfreð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Facebook
Landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar biðu skemmtileg skilaboð þegar hann opnaði pizzukassa að loknu dagsverki sínu með Heerenveen.

Alfreð skoraði tvö mörk í leiknum þar af sigurmarkið úr víti sex mínútum fyrir leikslok. Alfreð kom Heerenveen í 2-1 og seinna mark hans kom liðinu í 3-2 sem reyndust lokatölurnar.

Pizzasendill í bænum virðist vera harður stuðningsmaður Alfreðs. Þegar sóknarmaðurinn opnaði pizzakassa eftir leikinn beið hans fallegur þumall í anda Like-takkans á Fésbókinni.

Þumalinn fékk Alfreð fyrir mörkin tvö sem vísað var í. Herlegheitin má sjá á myndinni fyrir ofan en svo virðist sem Alfreð sé mikið fyrir pepperóní.


Tengdar fréttir

Alfreð skoraði tvö í sigri Heerenveen

Alfreð Finnbogason var heldur betur á skotskónum þegar Heerenveen lagði Willem II, 3-2, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Alfreð skoraði tvö mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×