Enski boltinn

Cech: Alltaf verið markmiðið að fara á Wembley

Stefán Árni Pálsson skrifar
Petr Cech ver hér stórkostlega frá Hernandez
Petr Cech ver hér stórkostlega frá Hernandez Mynd. / Getty Images
Petr Cech, markvörður Chelsea, var að vonum ánægður með sigurinn, 1-0, gegn Manchester United í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar en liðið mætir Manchester City í undanúrslitum keppninnar.

„Þetta var frábær sigur. Það er aðeins ein leið að þessum bikar, þú verður að vinna öll bestu liðin."

„Það elska allir leikmenn að spila á Wembley og liðið ber mikla virðingu fyrir þessari keppni."

Cech átti líklega eina bestu markvörslu ársins í leiknum í dag en hann náði að koma í veg fyrir að Javier Hernandez myndi skalla boltann í netið. Mögnuð varsla hjá Tékkanum sem var ekki í miklu jafnvægi þegar skallinn kom á markið.

„Hann fékk frábæra fyrirgjöf inn í teiginn og náði fínum skalla á markið. Ég varð að bregðast fljótlega við og kom vinstri hendinni í boltann, sem betur fer var það nóg."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×