Enski boltinn

Ashley Cole frá keppni næstu tvær vikurnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér sést Cole yfirgefa völlinn í dag.
Hér sést Cole yfirgefa völlinn í dag. Mynd. / Getty Images
Ashley Cole, varnarmaður Chelsea, verður frá keppni næstu tvær vikurnar eftir að hann tognaði aftan í læri gegn Manchester United í enska bikarnum í dag.

Cole meiddist í fyrri hálfleiknum og þurfti að fara af velli en Chelsea vann leikinn 1-0 og mætir Manchester City í undanúrslitum keppninnar.

Hann missir í það minnsta af næstu tveim leikjum liðsins og hætta á því að hann verði ekki með í undanúrslitaleiknum gegn City þann 14. apríl.

Varnarmaðurinn Gary Cahill er enn frá vegna meiðsla og verður það næstu tvær vikurnar og mega þeir bláklæddu ekki við þessum skakkaföllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×