Enski boltinn

Mancini: Stundum langar mig að kýla Nasri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mancini og Nasri
Mancini og Nasri Mynd. / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkenndi í enskum fjölmiðlum að óstöðuleiki Samir Nasri, leikmanns Manchester City, gæti gert hann brjálaðan.

Nasri stóð sig virkilega vel á sínu fyrsta tímabili og var stór ástæða fyrir því að City náði að tryggja sér enska meistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Leikmaðurinn hefur aftur á móti ekki náð sér eins vel á strik á núverandi tímabili og oft á tíðum verið virkilega slakur. Nasri var frábær gegn Newcastle í 4-0 sigri um helgina.

„Stundum langar mig að kýla leikmanninn en hann á alltaf að leika eins og hann gerði gegn Newcastle. Það hefur ekki verið tilfellið undanfarna mánuði og Nasri á það til að detta niður á lágt plan."

„Ég skil í raun ekki hvað hefur breyst. Leikmaður í hans gæðaflokki á aldrei að spila illa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×