Fiskaheilsulind opnar á Hverfisgötu Marín Manda Magnúsdóttir skrifar 7. júní 2013 00:01 Innan skamms geta viðskiptavinir dýft fótunum í þessi fiskakör. frettabladid/ Gunnar V. Andrésson „Fiskarnir hafa engar tennur og bíta ekki en þeir sleikja eða sjúga dauða húð,“ segir Hallgrímur Andri Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Fish Spa Iceland. Í júní opnar ný og fersk heilsulind, Fish Spa Iceland, á horni Hverfisgötu og Barónsstígs. Þar verða fiskar í aðalhlutverki, en Fish Spa-snyrtingin tekur um það bil tuttugu mínútur og kostar tæplega fimm þúsund krónur. Hallgrímur segir fiskana skilja eftir dítranól-ensím þegar þeir sjúga fæturna, sem örvar endurnýjun húðarinnar. „Eðlishvöt fiskanna er að finna taugaenda í löppunum og róa allar taugar í líkamanum. Það er því einstök upplifun að prófa þetta og láta sér líða vel á líkama og sál,“ segir hann. Eigendurnir ákváðu að opna fiskaheilsulindina eftir að hafa sjálfir upplifað mikla vellíðan eftir meðferðina erlendis. Garra Rufa-fiskarnir eiga rætur sínar að rekja til Tyrklands en þeir hafa fengið viðurnefnið „doctor“-fiskar þar sem þeir eru notaðir í meðferðum sóríasissjúklinga, en fiskurinn nærist á húðflögum. Enginn lækning við sóríasis er fyrir hendi en meðferð Garra Rufa-fisksins þykir draga úr einkennum sjúkdómsins. „Við erum með í kringum þúsund fiska. Garra Rufa eru ferskvatnsfiskar og því erum við með sírennsli í búrunum og fullkominn hreinsibúnað til að gæta fyllsta hreinlætis, bæði fyrir viðskiptavini okkar og fiskana. Þetta er tilvalið fyrir vinkonuhópa, gæsun eða bara alla sem vilja upplifa þægilega fótsnyrtingu,“ segir Hallgrímur. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
„Fiskarnir hafa engar tennur og bíta ekki en þeir sleikja eða sjúga dauða húð,“ segir Hallgrímur Andri Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Fish Spa Iceland. Í júní opnar ný og fersk heilsulind, Fish Spa Iceland, á horni Hverfisgötu og Barónsstígs. Þar verða fiskar í aðalhlutverki, en Fish Spa-snyrtingin tekur um það bil tuttugu mínútur og kostar tæplega fimm þúsund krónur. Hallgrímur segir fiskana skilja eftir dítranól-ensím þegar þeir sjúga fæturna, sem örvar endurnýjun húðarinnar. „Eðlishvöt fiskanna er að finna taugaenda í löppunum og róa allar taugar í líkamanum. Það er því einstök upplifun að prófa þetta og láta sér líða vel á líkama og sál,“ segir hann. Eigendurnir ákváðu að opna fiskaheilsulindina eftir að hafa sjálfir upplifað mikla vellíðan eftir meðferðina erlendis. Garra Rufa-fiskarnir eiga rætur sínar að rekja til Tyrklands en þeir hafa fengið viðurnefnið „doctor“-fiskar þar sem þeir eru notaðir í meðferðum sóríasissjúklinga, en fiskurinn nærist á húðflögum. Enginn lækning við sóríasis er fyrir hendi en meðferð Garra Rufa-fisksins þykir draga úr einkennum sjúkdómsins. „Við erum með í kringum þúsund fiska. Garra Rufa eru ferskvatnsfiskar og því erum við með sírennsli í búrunum og fullkominn hreinsibúnað til að gæta fyllsta hreinlætis, bæði fyrir viðskiptavini okkar og fiskana. Þetta er tilvalið fyrir vinkonuhópa, gæsun eða bara alla sem vilja upplifa þægilega fótsnyrtingu,“ segir Hallgrímur.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira