Páll Óskar grunlaus á flöskuballi unglinga 7. júní 2013 07:00 Páll kveðst ekkert hafa á móti því að fullorðnir "fari á fyllerí" en vera alfarið á móti unglingadrykkju og virkur í forvarnarstarfi gegn henni. „Ég var grunlaus um að þetta væri sextán ára flöskuball,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem skemmti á umdeildum dansleik í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi síðasta vetrardag. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær hunsuðu hestamannafélögin Faxi og Skuggi reglur Borgarbyggðar og tilmæli forvarnarhóps um átján ára aldurstakmark á slíka dansleiki. Sagði forsvarsmaður hestamanna ballið fjárhagslega nauðsyn til að halda reiðhöllinni. „Ég hefði aldrei komið þarna fram ef ég hefði vitað að aldurstakmarkið væri sextán ára en ekki átján. Að búa til stökkpall fyrir sextán ára krakka að fara á fyllerí er stórhættulegt og ég vil ekki stuðla að því,“ ítrekar Páll Óskar, sem kveðst hafa uppgötvað hvernig í pottinn var búið við lestur Fréttablaðsins í gær. Hann hafi nú fengið afsökunarbeiðni frá þeim sem bókaði hann. Að sögn söngvarans hafði hann aldrei þar til nú í ár komið fram á svokölluðum flöskuböllum. Fyrsta skiptið hafi verið í Njálsbúð í Rangárþingi á páskadag þar sem einnig var sextán ára aldurstakmark. Eftir það hafi hann ákveðið að spila aldrei aftur á flöskuböllum þar sem yngri en átján ára hafi aðgang. „Það er gríðarlegur þroskamunur á sextán og átján ára krökkum,“ segir Páll Óskar og varar við því viðhorfi að það sé í lagi að hleypa sextán ára börnum inn á böll bara vegna þess að þar þekkist allir persónulega. Þegar Páll Óskar spilar á skólaböllum fyrir yngri krakka segist hann gera þá kröfu að það sé auglýst að ballið sé vímulaust, að ölvun ógildi miðann og að foreldrar megi hvenær sem er mæta frítt til að tékka á börnum sínum. Einnig að gæslan sé samsett af atvinnumönnum og kennurum sem þekki krakkana. „Krakkarnir eru í fínum fíling með þetta fyrirkomulag. Forvarnaátakið sem hefur verið í gangi síðustu ár, þar sem krakkar eru hvattir til að hinkra eins lengi og þeir geta með að taka fyrsta sopann, hefur svínvirkað,“ segir Páll Óskar, sem hvetur hestamannafélögin í Faxaborg og alla aðra staðarhaldara til að setja ekki eigin hagsmuni ofar velferð krakkanna. Það hljóti að vera aðrar til aðferðir við að safna peningum. „Þetta er ekki bara spurning um það sem gerist á ballinu. Hættan sem við bjóðum heim er allt það sem gerist eftir ballið. Það er svo auðvelt að koma fram vilja sínum við sextán ára, dauðadrukkna unglinga.“ Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
„Ég var grunlaus um að þetta væri sextán ára flöskuball,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem skemmti á umdeildum dansleik í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi síðasta vetrardag. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær hunsuðu hestamannafélögin Faxi og Skuggi reglur Borgarbyggðar og tilmæli forvarnarhóps um átján ára aldurstakmark á slíka dansleiki. Sagði forsvarsmaður hestamanna ballið fjárhagslega nauðsyn til að halda reiðhöllinni. „Ég hefði aldrei komið þarna fram ef ég hefði vitað að aldurstakmarkið væri sextán ára en ekki átján. Að búa til stökkpall fyrir sextán ára krakka að fara á fyllerí er stórhættulegt og ég vil ekki stuðla að því,“ ítrekar Páll Óskar, sem kveðst hafa uppgötvað hvernig í pottinn var búið við lestur Fréttablaðsins í gær. Hann hafi nú fengið afsökunarbeiðni frá þeim sem bókaði hann. Að sögn söngvarans hafði hann aldrei þar til nú í ár komið fram á svokölluðum flöskuböllum. Fyrsta skiptið hafi verið í Njálsbúð í Rangárþingi á páskadag þar sem einnig var sextán ára aldurstakmark. Eftir það hafi hann ákveðið að spila aldrei aftur á flöskuböllum þar sem yngri en átján ára hafi aðgang. „Það er gríðarlegur þroskamunur á sextán og átján ára krökkum,“ segir Páll Óskar og varar við því viðhorfi að það sé í lagi að hleypa sextán ára börnum inn á böll bara vegna þess að þar þekkist allir persónulega. Þegar Páll Óskar spilar á skólaböllum fyrir yngri krakka segist hann gera þá kröfu að það sé auglýst að ballið sé vímulaust, að ölvun ógildi miðann og að foreldrar megi hvenær sem er mæta frítt til að tékka á börnum sínum. Einnig að gæslan sé samsett af atvinnumönnum og kennurum sem þekki krakkana. „Krakkarnir eru í fínum fíling með þetta fyrirkomulag. Forvarnaátakið sem hefur verið í gangi síðustu ár, þar sem krakkar eru hvattir til að hinkra eins lengi og þeir geta með að taka fyrsta sopann, hefur svínvirkað,“ segir Páll Óskar, sem hvetur hestamannafélögin í Faxaborg og alla aðra staðarhaldara til að setja ekki eigin hagsmuni ofar velferð krakkanna. Það hljóti að vera aðrar til aðferðir við að safna peningum. „Þetta er ekki bara spurning um það sem gerist á ballinu. Hættan sem við bjóðum heim er allt það sem gerist eftir ballið. Það er svo auðvelt að koma fram vilja sínum við sextán ára, dauðadrukkna unglinga.“
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira