Páll Óskar grunlaus á flöskuballi unglinga 7. júní 2013 07:00 Páll kveðst ekkert hafa á móti því að fullorðnir "fari á fyllerí" en vera alfarið á móti unglingadrykkju og virkur í forvarnarstarfi gegn henni. „Ég var grunlaus um að þetta væri sextán ára flöskuball,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem skemmti á umdeildum dansleik í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi síðasta vetrardag. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær hunsuðu hestamannafélögin Faxi og Skuggi reglur Borgarbyggðar og tilmæli forvarnarhóps um átján ára aldurstakmark á slíka dansleiki. Sagði forsvarsmaður hestamanna ballið fjárhagslega nauðsyn til að halda reiðhöllinni. „Ég hefði aldrei komið þarna fram ef ég hefði vitað að aldurstakmarkið væri sextán ára en ekki átján. Að búa til stökkpall fyrir sextán ára krakka að fara á fyllerí er stórhættulegt og ég vil ekki stuðla að því,“ ítrekar Páll Óskar, sem kveðst hafa uppgötvað hvernig í pottinn var búið við lestur Fréttablaðsins í gær. Hann hafi nú fengið afsökunarbeiðni frá þeim sem bókaði hann. Að sögn söngvarans hafði hann aldrei þar til nú í ár komið fram á svokölluðum flöskuböllum. Fyrsta skiptið hafi verið í Njálsbúð í Rangárþingi á páskadag þar sem einnig var sextán ára aldurstakmark. Eftir það hafi hann ákveðið að spila aldrei aftur á flöskuböllum þar sem yngri en átján ára hafi aðgang. „Það er gríðarlegur þroskamunur á sextán og átján ára krökkum,“ segir Páll Óskar og varar við því viðhorfi að það sé í lagi að hleypa sextán ára börnum inn á böll bara vegna þess að þar þekkist allir persónulega. Þegar Páll Óskar spilar á skólaböllum fyrir yngri krakka segist hann gera þá kröfu að það sé auglýst að ballið sé vímulaust, að ölvun ógildi miðann og að foreldrar megi hvenær sem er mæta frítt til að tékka á börnum sínum. Einnig að gæslan sé samsett af atvinnumönnum og kennurum sem þekki krakkana. „Krakkarnir eru í fínum fíling með þetta fyrirkomulag. Forvarnaátakið sem hefur verið í gangi síðustu ár, þar sem krakkar eru hvattir til að hinkra eins lengi og þeir geta með að taka fyrsta sopann, hefur svínvirkað,“ segir Páll Óskar, sem hvetur hestamannafélögin í Faxaborg og alla aðra staðarhaldara til að setja ekki eigin hagsmuni ofar velferð krakkanna. Það hljóti að vera aðrar til aðferðir við að safna peningum. „Þetta er ekki bara spurning um það sem gerist á ballinu. Hættan sem við bjóðum heim er allt það sem gerist eftir ballið. Það er svo auðvelt að koma fram vilja sínum við sextán ára, dauðadrukkna unglinga.“ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
„Ég var grunlaus um að þetta væri sextán ára flöskuball,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem skemmti á umdeildum dansleik í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi síðasta vetrardag. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær hunsuðu hestamannafélögin Faxi og Skuggi reglur Borgarbyggðar og tilmæli forvarnarhóps um átján ára aldurstakmark á slíka dansleiki. Sagði forsvarsmaður hestamanna ballið fjárhagslega nauðsyn til að halda reiðhöllinni. „Ég hefði aldrei komið þarna fram ef ég hefði vitað að aldurstakmarkið væri sextán ára en ekki átján. Að búa til stökkpall fyrir sextán ára krakka að fara á fyllerí er stórhættulegt og ég vil ekki stuðla að því,“ ítrekar Páll Óskar, sem kveðst hafa uppgötvað hvernig í pottinn var búið við lestur Fréttablaðsins í gær. Hann hafi nú fengið afsökunarbeiðni frá þeim sem bókaði hann. Að sögn söngvarans hafði hann aldrei þar til nú í ár komið fram á svokölluðum flöskuböllum. Fyrsta skiptið hafi verið í Njálsbúð í Rangárþingi á páskadag þar sem einnig var sextán ára aldurstakmark. Eftir það hafi hann ákveðið að spila aldrei aftur á flöskuböllum þar sem yngri en átján ára hafi aðgang. „Það er gríðarlegur þroskamunur á sextán og átján ára krökkum,“ segir Páll Óskar og varar við því viðhorfi að það sé í lagi að hleypa sextán ára börnum inn á böll bara vegna þess að þar þekkist allir persónulega. Þegar Páll Óskar spilar á skólaböllum fyrir yngri krakka segist hann gera þá kröfu að það sé auglýst að ballið sé vímulaust, að ölvun ógildi miðann og að foreldrar megi hvenær sem er mæta frítt til að tékka á börnum sínum. Einnig að gæslan sé samsett af atvinnumönnum og kennurum sem þekki krakkana. „Krakkarnir eru í fínum fíling með þetta fyrirkomulag. Forvarnaátakið sem hefur verið í gangi síðustu ár, þar sem krakkar eru hvattir til að hinkra eins lengi og þeir geta með að taka fyrsta sopann, hefur svínvirkað,“ segir Páll Óskar, sem hvetur hestamannafélögin í Faxaborg og alla aðra staðarhaldara til að setja ekki eigin hagsmuni ofar velferð krakkanna. Það hljóti að vera aðrar til aðferðir við að safna peningum. „Þetta er ekki bara spurning um það sem gerist á ballinu. Hættan sem við bjóðum heim er allt það sem gerist eftir ballið. Það er svo auðvelt að koma fram vilja sínum við sextán ára, dauðadrukkna unglinga.“
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira