Aldrei færri kríur í Vík Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. júní 2013 13:04 Þórir N. Kjartasson segir kríunni hafa fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var. Hann hvetur nýjan umhverfisráðherra til að grípa til aðgerða. MYNDIR/ÞÓRIR N. KJARTANSSON Kríuvarpið í Vík í Mýrdal hefur löngum verið talið það stærsta á Íslandi. Í ár eru mun færri kríur þar en áður hefur sést. Allt útlit er fyrir að sandsíldarstofninn sé nánast hruninn. „Kríunni hefur fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var,“ segir Þórir N. Kjartasson, íbúi í Vík og fuglaáhugamaður. Hörmulegt ástand Þórir segir ástandið á fuglunum hafa verið hörmulegt síðustu ár. „Útlitið er ekki gott. Það eru svona 15 - 20 ár síðan maður fór að taka eftir fækkuninni og það er greinilegt að fuglarnir eiga í miklum vandræðum með að koma upp ungum.“ Hann telur fullvíst að fuglana vanti æti, en aðalfæða kríu og lunda er sandsíli. Tilhugalíf kríunnar ætti að standa sem hæst um þessar mundir og þá ætti hún að sjást fljúgandi fram og til baka með sandsíli í gogginum. Þórir segist ekki hafa orðið var við þetta í ár. „Krían er orpin dálítið en það er ekki góðs viti að maður sér hana ekkert flúgandi með síli.“ Lundabyggðin nánast tóm Lundinn á líka undir högg að sækja, en hann hefur verið gífurlega vinsæll meðal ferðamanna síðustu ár. Nú er sífellt erfiðara að hafa uppi á honum, en hann situr lítið uppi í lundabyggðinni. „Það er ömurlegt að horfa upp á þetta, lundabyggðin er nánast tóm. Þeir eru bara úti á sjó að reyna að fiska sér eitthvað í matinn yfir daginn og eru mun færri en síðustu ár.“ Sandsílið horfið Fyrir nokkru var skipuð nefnd sem rannsakaði hver væri orsök afleitrar afkomu lunda og annarra sjófugla. Þórir segir að niðurstaðan hafi legið beint við, sandsílið var nánast horfið. Hann segir brýna þörf á að rannsaka sandsílafækkunina, en skýringar sem nefndar hafa verið eru hlýnun sjávar, ofveiði á loðnu og vanveiði á bolfiski. „Ég legg til að nýr umhverfisráðherra skipi nefnd til að rannsaka málið. Það þarf að vita hvort það er eitthvað í mannlegu valdi sem getur breytt þessu áður en fuglarnir hreinlega hverfa alveg," segir Þórir að lokum. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Kríuvarpið í Vík í Mýrdal hefur löngum verið talið það stærsta á Íslandi. Í ár eru mun færri kríur þar en áður hefur sést. Allt útlit er fyrir að sandsíldarstofninn sé nánast hruninn. „Kríunni hefur fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var,“ segir Þórir N. Kjartasson, íbúi í Vík og fuglaáhugamaður. Hörmulegt ástand Þórir segir ástandið á fuglunum hafa verið hörmulegt síðustu ár. „Útlitið er ekki gott. Það eru svona 15 - 20 ár síðan maður fór að taka eftir fækkuninni og það er greinilegt að fuglarnir eiga í miklum vandræðum með að koma upp ungum.“ Hann telur fullvíst að fuglana vanti æti, en aðalfæða kríu og lunda er sandsíli. Tilhugalíf kríunnar ætti að standa sem hæst um þessar mundir og þá ætti hún að sjást fljúgandi fram og til baka með sandsíli í gogginum. Þórir segist ekki hafa orðið var við þetta í ár. „Krían er orpin dálítið en það er ekki góðs viti að maður sér hana ekkert flúgandi með síli.“ Lundabyggðin nánast tóm Lundinn á líka undir högg að sækja, en hann hefur verið gífurlega vinsæll meðal ferðamanna síðustu ár. Nú er sífellt erfiðara að hafa uppi á honum, en hann situr lítið uppi í lundabyggðinni. „Það er ömurlegt að horfa upp á þetta, lundabyggðin er nánast tóm. Þeir eru bara úti á sjó að reyna að fiska sér eitthvað í matinn yfir daginn og eru mun færri en síðustu ár.“ Sandsílið horfið Fyrir nokkru var skipuð nefnd sem rannsakaði hver væri orsök afleitrar afkomu lunda og annarra sjófugla. Þórir segir að niðurstaðan hafi legið beint við, sandsílið var nánast horfið. Hann segir brýna þörf á að rannsaka sandsílafækkunina, en skýringar sem nefndar hafa verið eru hlýnun sjávar, ofveiði á loðnu og vanveiði á bolfiski. „Ég legg til að nýr umhverfisráðherra skipi nefnd til að rannsaka málið. Það þarf að vita hvort það er eitthvað í mannlegu valdi sem getur breytt þessu áður en fuglarnir hreinlega hverfa alveg," segir Þórir að lokum.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira