Krabbameinssjúklingar bíða vikum saman eftir fyrsta viðtali hjá lækni Haraldur Guðmundsson skrifar 21. október 2013 05:45 Á lyflækningadeild krabbameina sinna fjórir læknar starfi sem átta sinntu áður segir Tómas Guðbjartsson yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. „Ástandið á spítalanum hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. Tómas og þrjátíu aðrir læknar úr prófessoraráði Landspítalans skrifa í dag grein í Fréttablaðið þar sem þeir greina frá þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin á ýmsum lykildeildum spítalans og rekja hana til fjárskorts. Þar lýsa læknarnir meðal annars mikilli manneklu á lyflækningasviði spítalans. „Ástandið á lyflækningadeild krabbameina er til dæmis grafalvarlegt því þar sinna einungis fjórir læknar störfum sem átta sinntu áður. Einum af þessum fjórum læknum hefur borist atvinnutilboð frá Bandaríkjunum og læknirinn er nú að íhuga sína stöðu,“ segir Tómas. Hann nefnir einnig að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni geti nú verið allt að þrjár til fjórar vikur. „Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við og núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm,“ segir Tómas. Í grein læknanna er einnig sagt frá því að hluti tækjabúnaður spítalans sé orðinn úreltur og að starfsmenn hans hafi í sparnaðarskyni þurft að kaupa varahluti í gömul tæki á netinu. „Við höfum algjörlega vanrækt þennan hluta starfseminnar og sum bráðnauðsynleg tæki eru einfaldlega ekki til á spítalanum. Önnur eru úrelt og síbilandi,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi að æðaþræðingartæki spítalans sé orðið fjórtan ára gamalt. „Með þessum skrifum okkar viljum við á engan hátt vekja ótta hjá sjúklingum. Við erum aftur á móti komnir að þeim tímapunkti að þurfa að greina frá stöðunni eins og hún raunverulega er því stjórnmálamenn virðast ekki trúa því að ástandið sé svona,“ segir Tómas. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Ástandið á spítalanum hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. Tómas og þrjátíu aðrir læknar úr prófessoraráði Landspítalans skrifa í dag grein í Fréttablaðið þar sem þeir greina frá þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin á ýmsum lykildeildum spítalans og rekja hana til fjárskorts. Þar lýsa læknarnir meðal annars mikilli manneklu á lyflækningasviði spítalans. „Ástandið á lyflækningadeild krabbameina er til dæmis grafalvarlegt því þar sinna einungis fjórir læknar störfum sem átta sinntu áður. Einum af þessum fjórum læknum hefur borist atvinnutilboð frá Bandaríkjunum og læknirinn er nú að íhuga sína stöðu,“ segir Tómas. Hann nefnir einnig að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni geti nú verið allt að þrjár til fjórar vikur. „Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við og núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm,“ segir Tómas. Í grein læknanna er einnig sagt frá því að hluti tækjabúnaður spítalans sé orðinn úreltur og að starfsmenn hans hafi í sparnaðarskyni þurft að kaupa varahluti í gömul tæki á netinu. „Við höfum algjörlega vanrækt þennan hluta starfseminnar og sum bráðnauðsynleg tæki eru einfaldlega ekki til á spítalanum. Önnur eru úrelt og síbilandi,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi að æðaþræðingartæki spítalans sé orðið fjórtan ára gamalt. „Með þessum skrifum okkar viljum við á engan hátt vekja ótta hjá sjúklingum. Við erum aftur á móti komnir að þeim tímapunkti að þurfa að greina frá stöðunni eins og hún raunverulega er því stjórnmálamenn virðast ekki trúa því að ástandið sé svona,“ segir Tómas.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira