Innlent

Tjaldanesið dregið til Flateyrar

Frá Flateyri.
Frá Flateyri. Mynd/Heiða
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er nú að draga fiskiskipið Tjaldanes GK til Flateyrar, eftir að vélarblinu varð í skipinu upp úr miðnætti og allt rafmagn sló út.

Skipstjórnn óskaði eftir aðstoð og var björgunarskipið komið að á vettvang laust fyrir klukkan fjögur. Gott veður er á þessum slóðum en nokkur undiralda, þannig að hemsiglingin gengur hægt.

Skipverjarnir tíu um borð í Tjaldanesi eru ekki í neinni hættu, en hroll kalt er orðið í niða myrkrinu um borð í skipinu, vegna rafmagnsleysis. Skipin koma væntanlega til hafnar á níunda tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×