Lífið

Tekur myndir og semur dansverk

Ása Ottesen skrifar
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir danshöfundur segir verkið vekja upp bæði sorg og gleði.
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir danshöfundur segir verkið vekja upp bæði sorg og gleði. Fréttblaðið/gva
„Dansverkið Undraland er húmorískt en í senn sorglegt og fallegt. Það er sambland af mörgum tilfinningum sem mun koma áhorfendum skemmtilega á óvart,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari, danskennari og danshöfundur, um verkið Undraland, sem hún samdi fyrir Ungdansaraflokkinn Undúla.

Unnur Elísabet stofnaði dansflokkinn síðasta sumar og samanstendur hann af tíu efnilegum dönsurum. „Þær eru flestar nýútskrifaðar eða eru að ljúka dansnámi frá Listdansskóla Íslands. Þær tóku allar þátt í Dans dans dans sem var dagskrá Sjónvarpsins síðasta vetur,“ segir hún.

Um Undraland, sem sýnt er í Gaflaraleikhúsinu, segir Unnur Elísabet þetta: „Það gerist í teboði sem fer algerlega úr böndunum. Ég sótti innblástur í ævintýrið um Lísu í Undralandi, þótt áhorfandinn sjá það ekki beint í verkinu sjálfu.



Mér finnst alltaf skemmtilegast að segja sem minnst um verkið og leyfa áhorfendum frekar að túlka það sjálfum,“ segir Unnur, en hún útskrifaðist árið 2003 frá Konunglega sænska ballettskólanum í Stokkhólmi.

"Á lokasýningu Undralands ég ætla einnig að vera með ljósmyndasýningu. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og er þetta önnur sýningin sem ég set upp. Myndirnar eru svolítið draumkenndar og minna á málverk."



Elísabet hefur í nógu að snúast þar sem hún dansar í sýningunni Mary Poppins fimm kvöld í viku. "Ég er hoppandi og skoppandi um allt sviðið og skipti endalaust oft um búninga," segir Unnur að lokum og hlær.



Síðasta sýning Undralands verður föstudaginn 17. september og má nálgast miða HÉR eða á unnurelisabet@gmail.com

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.