Átfitt- færslurnar vinsælastar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. febrúar 2013 09:30 Íslensku vinkonurnar Ásta Jóhannsdóttir, Jenný June Tómastóttir og Kolbrún Anna Vignisdóttir stofnuðu tískubloggið Keen-Bean síðasta sumar. Þar blogga þær um áhuga sinn á tísku ásamt því sem þær eru duglegar við að klæða sig upp og taka svokallaðar átfitt-myndir, en slíkar færslur njóta mikilla vinsælda í heimi tískubloggara bæði erlendis og hér heima.Hvað varð til þess að þið byrjuðuð að blogga um tísku? Það var aðallega vegna áhuga okkar allra á bæði tísku og hönnun. Þessi hugmynd hafði kitlað okkur allar á einhverjum tímapunkti og ákváðum við því að skella í hópsíðu saman þar sem að fjölbreyttar færslur yrðu settar inn daglega. Nafnið var samt frekar lengi að fæðast og það var ekki fyrr en einhverjum mánuðum eftir að hugmyndin kom upp sem að Ásta fann nafnið Keen Bean í bíómyndinni Richie Rich. Við vorum allar mjög sáttar við þetta nafn, enda grípandi og minnisstætt.Nú eruð þið duglegar við að setja inn átfitt- pósta. Er það ekki mikil fyrirhöfn? Nei alls ekki. Það er bara ótrúlega skemmtilegt að dunda sér við þetta. Það er ekkert mál að finna einhvern til að smella nokkrum myndum af því sem við klæðumst þann daginn, og er það yfirleitt kærastinn, vinkonurnar eða fjölskyldumeðlimir sem taka það að sér. Veðrið getur reymdar gripið inn í, en það er mun auðveldara að taka myndir úti í góðu veðri. Við stefunum að því að vera enn duglegri við þetta, enda eru þetta vinsælustu færslurnar.Getiði nefnt ykkar uppáhalds tískublogg fyrir utan ykkar eigið? Já, okkur finnst öllum gaman að fylgjast með Trendnet bloggurunum og það er slatti af erlendum bloggum sem við höldum upp á, við erum allar með mismunandi skoðanir á þeim en erum sammála um að þau skandinavísku standa mikið upp úr.Er eitthvað spennandi framundan hjá Keen Bean? Já algjörlega. Það er verið að hanna nýja síðu fyrir okkur sem verður mun aðgengilegri fyrir lesendur. Hún verður vonandi tilbúin fljótlega og erum mjög spenntar að sjá útkomuna og vonum að lesendur séu það líka.Flottar vinkonur með brennandi áhuga á tísku. Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Íslensku vinkonurnar Ásta Jóhannsdóttir, Jenný June Tómastóttir og Kolbrún Anna Vignisdóttir stofnuðu tískubloggið Keen-Bean síðasta sumar. Þar blogga þær um áhuga sinn á tísku ásamt því sem þær eru duglegar við að klæða sig upp og taka svokallaðar átfitt-myndir, en slíkar færslur njóta mikilla vinsælda í heimi tískubloggara bæði erlendis og hér heima.Hvað varð til þess að þið byrjuðuð að blogga um tísku? Það var aðallega vegna áhuga okkar allra á bæði tísku og hönnun. Þessi hugmynd hafði kitlað okkur allar á einhverjum tímapunkti og ákváðum við því að skella í hópsíðu saman þar sem að fjölbreyttar færslur yrðu settar inn daglega. Nafnið var samt frekar lengi að fæðast og það var ekki fyrr en einhverjum mánuðum eftir að hugmyndin kom upp sem að Ásta fann nafnið Keen Bean í bíómyndinni Richie Rich. Við vorum allar mjög sáttar við þetta nafn, enda grípandi og minnisstætt.Nú eruð þið duglegar við að setja inn átfitt- pósta. Er það ekki mikil fyrirhöfn? Nei alls ekki. Það er bara ótrúlega skemmtilegt að dunda sér við þetta. Það er ekkert mál að finna einhvern til að smella nokkrum myndum af því sem við klæðumst þann daginn, og er það yfirleitt kærastinn, vinkonurnar eða fjölskyldumeðlimir sem taka það að sér. Veðrið getur reymdar gripið inn í, en það er mun auðveldara að taka myndir úti í góðu veðri. Við stefunum að því að vera enn duglegri við þetta, enda eru þetta vinsælustu færslurnar.Getiði nefnt ykkar uppáhalds tískublogg fyrir utan ykkar eigið? Já, okkur finnst öllum gaman að fylgjast með Trendnet bloggurunum og það er slatti af erlendum bloggum sem við höldum upp á, við erum allar með mismunandi skoðanir á þeim en erum sammála um að þau skandinavísku standa mikið upp úr.Er eitthvað spennandi framundan hjá Keen Bean? Já algjörlega. Það er verið að hanna nýja síðu fyrir okkur sem verður mun aðgengilegri fyrir lesendur. Hún verður vonandi tilbúin fljótlega og erum mjög spenntar að sjá útkomuna og vonum að lesendur séu það líka.Flottar vinkonur með brennandi áhuga á tísku.
Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira