Fjölskylduhjálp neyðist til að hafa opið í allt sumar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. júní 2013 15:23 Starfsmenn Fjölskylduhjálpar gátu ekki hugsað sér að fara í sumarfrí í ár. Aðsókn í mataraðstoð og hjáp við lyfjakaup hefur aldrei verið meiri. „Það væri ábyrgðarleysi af okkar hálfu að loka. Fólk er búið að vera mjög áhyggjufullt yfir þessu og margir kvíða þessum vikum sem venjulega er lokað,“ segir Ásgerður Flosadóttir, forstöðumaður Fjölskyldhjálpar Íslands. Síðastliðin ár hefur verið lokað í fjölskylduhjálpinni yfir hásumarið en að sögn Ásgerðar gátu starfsmenn ekki hugsað sér að fara í sumarfrí í ár. „Það væri alvarlegt mál ef fólk hefði ekki þann möguleika að sækja hjálp til okkar. Fólk hefur ekkert á milli handanna og við finnum fyrir því í sífellt auknum mæli,“ segir Ásgerður. Í fyrra úthlutaði Fjölskylduhjálp 40 þúsund matarpökkum. Ásgerður segist finna fyrir mikilli aukningu á þessu ári og sjálfboðaliðar hafa varla við. „Við höfum aldrei fundið fyrir svona miklu álagi hérna.“ Ásgerður segir að fólk sé í miklum vandræðum með að leysa út lyfin sín eftir að nýja lyfjafrumvarpið fór í gegn í byrjun maí, en með því voru gerðar umfangsmiklar breytingar á greiðsluþátttöku lyfjakostnaðar. „Ég hef mikið fundið fyrir því að fólk þarf að velja á milli þess að kaupa sér mat og leysa út lyf. Við fengum svo margar beiðnir um styrki úr lyfjasjóði að hann tæmdist fljótlega eftir að nýja frumvarpið tók gildi.“ Ásgerður segir Íslendinga vera stolta þjóð og að fátæktin hér sé mjög falin. Hún sé þó svo sannarlega til staðar. „Fólk sem er á framfærslu sveitafélaganna hefur sama og ekkert á milli handanna og oft er átakalegt að horfa upp á fólk síðustu tíu daga mánaðarins. Það getur verið stingandi að vera í svona mikilli nánd við fátæktina,“ segir Ásgerður sem vill að fólk opni augun og geri sér grein fyrir vandanum. „Við verðum að hafa það að leiðarljósi að hjálpa þeim sem minna meiga sín.“Mataraðstoð Fjölskylduhjálpar í sumar verður á miðvikudögum í Iðufelli 14 í Breiðholti og á fimmtudögum í Grófinni 10 í Reykjanesbæ. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
„Það væri ábyrgðarleysi af okkar hálfu að loka. Fólk er búið að vera mjög áhyggjufullt yfir þessu og margir kvíða þessum vikum sem venjulega er lokað,“ segir Ásgerður Flosadóttir, forstöðumaður Fjölskyldhjálpar Íslands. Síðastliðin ár hefur verið lokað í fjölskylduhjálpinni yfir hásumarið en að sögn Ásgerðar gátu starfsmenn ekki hugsað sér að fara í sumarfrí í ár. „Það væri alvarlegt mál ef fólk hefði ekki þann möguleika að sækja hjálp til okkar. Fólk hefur ekkert á milli handanna og við finnum fyrir því í sífellt auknum mæli,“ segir Ásgerður. Í fyrra úthlutaði Fjölskylduhjálp 40 þúsund matarpökkum. Ásgerður segist finna fyrir mikilli aukningu á þessu ári og sjálfboðaliðar hafa varla við. „Við höfum aldrei fundið fyrir svona miklu álagi hérna.“ Ásgerður segir að fólk sé í miklum vandræðum með að leysa út lyfin sín eftir að nýja lyfjafrumvarpið fór í gegn í byrjun maí, en með því voru gerðar umfangsmiklar breytingar á greiðsluþátttöku lyfjakostnaðar. „Ég hef mikið fundið fyrir því að fólk þarf að velja á milli þess að kaupa sér mat og leysa út lyf. Við fengum svo margar beiðnir um styrki úr lyfjasjóði að hann tæmdist fljótlega eftir að nýja frumvarpið tók gildi.“ Ásgerður segir Íslendinga vera stolta þjóð og að fátæktin hér sé mjög falin. Hún sé þó svo sannarlega til staðar. „Fólk sem er á framfærslu sveitafélaganna hefur sama og ekkert á milli handanna og oft er átakalegt að horfa upp á fólk síðustu tíu daga mánaðarins. Það getur verið stingandi að vera í svona mikilli nánd við fátæktina,“ segir Ásgerður sem vill að fólk opni augun og geri sér grein fyrir vandanum. „Við verðum að hafa það að leiðarljósi að hjálpa þeim sem minna meiga sín.“Mataraðstoð Fjölskylduhjálpar í sumar verður á miðvikudögum í Iðufelli 14 í Breiðholti og á fimmtudögum í Grófinni 10 í Reykjanesbæ.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira