Sirkusþorp rís í Reykjavík Ingveldur Geirsdóttir skrifar 24. júní 2013 19:21 Sirkusþorp rís nú í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Volcano sirkushátíð hefst þar eftir nokkra daga og þá iðar þorpið af lífi og furðuverum sem koma víða að úr veröldinni. Það eru Norræna húsið og Cirkus Xanti frá Noregi sem standa að hátíðinni sem hefst 4. júlí og stendur til 14. júlí. Sjö sirkustjöld mynda þorpið í Vatnsmýrinni og eru þrjú þeirra þegar komin upp og eitt að rísa. „Í stærsta tjaldinu komast 400 manns fyrir, það er 300 manna tjald að rísa, síðan erum við með kaffihúsatjald og ýmis önnur tjöld, minni sýningar- og sölutjöld. Þannig að þetta verður ótrúlega skemmtilegt," segir Kristín Scheving verkefnastjóri í Norræna húsinu. Hátíðin ber nafnið Volcano, eins og áður segir, og tjöldin hafa hlotið heiti íslenskra eldfjalla. Stærsta sýningartjaldið er kallað Eyjafjallajökull. „Annað tjald heitir Hekla og svo er Katla og það er Volcano kaffihús. Askja er líka og Grímsvötn held ég að eitt tjaldið okkar heiti," segir Kristín. Þetta er í fyrsta sinn sem slík hátíð er haldin á Íslandi en hingað koma og sýna listir sínar sextán sirkushópar frá Evrópu og víðar að. Einn frægasti sirkus Norðurlandanna, Cirkus Cirkör, kemur með sýninguna Wear it Like a Crown sem er sett upp í samstarfi við Borgarleikhúsið. „Þetta er náttúrulega ný-sirkus, það eru engin dýr í svoleiðis sirkus. Það er maðurinn sem er þarna á sviði og sýnir listir sínar," segir Kristín spurð hvort ljón og fílar komið eitthvað við sögu. Íslendingar munu eiga sína fulltrúa á hátíðinni því Sirkus Ísland verður með fjórar sýningar, meðal annars nýja sýningu, Heima er best, sem verður sýnd í stærsta tjaldinu. Upplýsingar um hátíðina má finna á vefsíðu Norræna hússins. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Sirkusþorp rís nú í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Volcano sirkushátíð hefst þar eftir nokkra daga og þá iðar þorpið af lífi og furðuverum sem koma víða að úr veröldinni. Það eru Norræna húsið og Cirkus Xanti frá Noregi sem standa að hátíðinni sem hefst 4. júlí og stendur til 14. júlí. Sjö sirkustjöld mynda þorpið í Vatnsmýrinni og eru þrjú þeirra þegar komin upp og eitt að rísa. „Í stærsta tjaldinu komast 400 manns fyrir, það er 300 manna tjald að rísa, síðan erum við með kaffihúsatjald og ýmis önnur tjöld, minni sýningar- og sölutjöld. Þannig að þetta verður ótrúlega skemmtilegt," segir Kristín Scheving verkefnastjóri í Norræna húsinu. Hátíðin ber nafnið Volcano, eins og áður segir, og tjöldin hafa hlotið heiti íslenskra eldfjalla. Stærsta sýningartjaldið er kallað Eyjafjallajökull. „Annað tjald heitir Hekla og svo er Katla og það er Volcano kaffihús. Askja er líka og Grímsvötn held ég að eitt tjaldið okkar heiti," segir Kristín. Þetta er í fyrsta sinn sem slík hátíð er haldin á Íslandi en hingað koma og sýna listir sínar sextán sirkushópar frá Evrópu og víðar að. Einn frægasti sirkus Norðurlandanna, Cirkus Cirkör, kemur með sýninguna Wear it Like a Crown sem er sett upp í samstarfi við Borgarleikhúsið. „Þetta er náttúrulega ný-sirkus, það eru engin dýr í svoleiðis sirkus. Það er maðurinn sem er þarna á sviði og sýnir listir sínar," segir Kristín spurð hvort ljón og fílar komið eitthvað við sögu. Íslendingar munu eiga sína fulltrúa á hátíðinni því Sirkus Ísland verður með fjórar sýningar, meðal annars nýja sýningu, Heima er best, sem verður sýnd í stærsta tjaldinu. Upplýsingar um hátíðina má finna á vefsíðu Norræna hússins.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira