Sirkusþorp rís í Reykjavík Ingveldur Geirsdóttir skrifar 24. júní 2013 19:21 Sirkusþorp rís nú í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Volcano sirkushátíð hefst þar eftir nokkra daga og þá iðar þorpið af lífi og furðuverum sem koma víða að úr veröldinni. Það eru Norræna húsið og Cirkus Xanti frá Noregi sem standa að hátíðinni sem hefst 4. júlí og stendur til 14. júlí. Sjö sirkustjöld mynda þorpið í Vatnsmýrinni og eru þrjú þeirra þegar komin upp og eitt að rísa. „Í stærsta tjaldinu komast 400 manns fyrir, það er 300 manna tjald að rísa, síðan erum við með kaffihúsatjald og ýmis önnur tjöld, minni sýningar- og sölutjöld. Þannig að þetta verður ótrúlega skemmtilegt," segir Kristín Scheving verkefnastjóri í Norræna húsinu. Hátíðin ber nafnið Volcano, eins og áður segir, og tjöldin hafa hlotið heiti íslenskra eldfjalla. Stærsta sýningartjaldið er kallað Eyjafjallajökull. „Annað tjald heitir Hekla og svo er Katla og það er Volcano kaffihús. Askja er líka og Grímsvötn held ég að eitt tjaldið okkar heiti," segir Kristín. Þetta er í fyrsta sinn sem slík hátíð er haldin á Íslandi en hingað koma og sýna listir sínar sextán sirkushópar frá Evrópu og víðar að. Einn frægasti sirkus Norðurlandanna, Cirkus Cirkör, kemur með sýninguna Wear it Like a Crown sem er sett upp í samstarfi við Borgarleikhúsið. „Þetta er náttúrulega ný-sirkus, það eru engin dýr í svoleiðis sirkus. Það er maðurinn sem er þarna á sviði og sýnir listir sínar," segir Kristín spurð hvort ljón og fílar komið eitthvað við sögu. Íslendingar munu eiga sína fulltrúa á hátíðinni því Sirkus Ísland verður með fjórar sýningar, meðal annars nýja sýningu, Heima er best, sem verður sýnd í stærsta tjaldinu. Upplýsingar um hátíðina má finna á vefsíðu Norræna hússins. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Sirkusþorp rís nú í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Volcano sirkushátíð hefst þar eftir nokkra daga og þá iðar þorpið af lífi og furðuverum sem koma víða að úr veröldinni. Það eru Norræna húsið og Cirkus Xanti frá Noregi sem standa að hátíðinni sem hefst 4. júlí og stendur til 14. júlí. Sjö sirkustjöld mynda þorpið í Vatnsmýrinni og eru þrjú þeirra þegar komin upp og eitt að rísa. „Í stærsta tjaldinu komast 400 manns fyrir, það er 300 manna tjald að rísa, síðan erum við með kaffihúsatjald og ýmis önnur tjöld, minni sýningar- og sölutjöld. Þannig að þetta verður ótrúlega skemmtilegt," segir Kristín Scheving verkefnastjóri í Norræna húsinu. Hátíðin ber nafnið Volcano, eins og áður segir, og tjöldin hafa hlotið heiti íslenskra eldfjalla. Stærsta sýningartjaldið er kallað Eyjafjallajökull. „Annað tjald heitir Hekla og svo er Katla og það er Volcano kaffihús. Askja er líka og Grímsvötn held ég að eitt tjaldið okkar heiti," segir Kristín. Þetta er í fyrsta sinn sem slík hátíð er haldin á Íslandi en hingað koma og sýna listir sínar sextán sirkushópar frá Evrópu og víðar að. Einn frægasti sirkus Norðurlandanna, Cirkus Cirkör, kemur með sýninguna Wear it Like a Crown sem er sett upp í samstarfi við Borgarleikhúsið. „Þetta er náttúrulega ný-sirkus, það eru engin dýr í svoleiðis sirkus. Það er maðurinn sem er þarna á sviði og sýnir listir sínar," segir Kristín spurð hvort ljón og fílar komið eitthvað við sögu. Íslendingar munu eiga sína fulltrúa á hátíðinni því Sirkus Ísland verður með fjórar sýningar, meðal annars nýja sýningu, Heima er best, sem verður sýnd í stærsta tjaldinu. Upplýsingar um hátíðina má finna á vefsíðu Norræna hússins.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira