Mætti á hesti í stjórnarráðið: "Mér blöskraði" Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. júní 2013 14:36 Maðurinn sem kom ríðandi að stjórnarráðinu fyrr í dag heitir Friðrik Helgason. Eins og Vísir greindi frá var sérsveit lögreglu kölluð til og hesturinn keyrður til síns heima í hestakerru. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik hafa lent skelfilega illa í kerfinu og vildi mótmæla óréttlæti á heiðarlegu fólki. Hann krefst þess að ríkisstjórnin standi við gefin kosningaloforð um að fella niður skuldir heimilanna. „Við erum búin að borga heiðarlega af okkar lánum í mörg ár og núna ætla þeir að hirða allt af okkur, húsið, jörðina og hestana. Mér blöskraði og ákvað að ríða niðureftir á góðu hrossi,“ segir Friðrik, sem fór leiðar sinnar á merinni Heru sem er sautján vetra gömul. Hann segir gjörninginn hafa verið mjög tákrænan þar sem hestarnir séu þeim einstaklega kærir. „Við erum mjög samheldin fjölskyldan og lifum fyrir hestana og útiveruna.“ Þá hafði hann meðferðis bréf og sérstakar fíflaklippur sem hann hafði hugsað sér að afhenda forsætisráðherra. „Klippurnar eru til að klippa á strengi þar sem alþingismenn eru leikbrúður og ekkert annað. Það eru strengir sem stýra þeim. Ef þau ætla að standa við uppbygginguna þurfa þau verkfæri til þess,“ segir Friðrik. Lögreglan gerði bréfið og verkfærið upptækt þegar hún mætti á staðinn í morgun. Friðrik segist alltaf hafa staðið í skilum og greitt samviskusamlega af sínum lánum. Eignir hans brunnu svo upp í verðbólgubáli eftir hrun. „Við gáfumst upp og fórum til Umboðsmanns skuldara. Hann vildi ekkert koma til móts við okkur og ætlar bara að hirða allt. Og jafnvel þó þeir taki allt standa níu milljónir eftir. Ég skulda þeim þrátt fyrir að vera búin að borga þetta allt og gott betur.“ Friðrik segist vilja vekja athygli á sínu máli og þannig mörgum öðrum sambærilegum. „Fólk er bara að missa allt og það er ekkert verið að gera í málunum. Jörðin og hestarnir eru lifibrauðið okkar, við viljum auðvitað ekki missa það. Þá stöndum við eftir allslaus með ekkert,“ segir Friðrik.Rætt verður við Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Á vettvangi í morgunMynd úr einkasafni Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Maðurinn sem kom ríðandi að stjórnarráðinu fyrr í dag heitir Friðrik Helgason. Eins og Vísir greindi frá var sérsveit lögreglu kölluð til og hesturinn keyrður til síns heima í hestakerru. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik hafa lent skelfilega illa í kerfinu og vildi mótmæla óréttlæti á heiðarlegu fólki. Hann krefst þess að ríkisstjórnin standi við gefin kosningaloforð um að fella niður skuldir heimilanna. „Við erum búin að borga heiðarlega af okkar lánum í mörg ár og núna ætla þeir að hirða allt af okkur, húsið, jörðina og hestana. Mér blöskraði og ákvað að ríða niðureftir á góðu hrossi,“ segir Friðrik, sem fór leiðar sinnar á merinni Heru sem er sautján vetra gömul. Hann segir gjörninginn hafa verið mjög tákrænan þar sem hestarnir séu þeim einstaklega kærir. „Við erum mjög samheldin fjölskyldan og lifum fyrir hestana og útiveruna.“ Þá hafði hann meðferðis bréf og sérstakar fíflaklippur sem hann hafði hugsað sér að afhenda forsætisráðherra. „Klippurnar eru til að klippa á strengi þar sem alþingismenn eru leikbrúður og ekkert annað. Það eru strengir sem stýra þeim. Ef þau ætla að standa við uppbygginguna þurfa þau verkfæri til þess,“ segir Friðrik. Lögreglan gerði bréfið og verkfærið upptækt þegar hún mætti á staðinn í morgun. Friðrik segist alltaf hafa staðið í skilum og greitt samviskusamlega af sínum lánum. Eignir hans brunnu svo upp í verðbólgubáli eftir hrun. „Við gáfumst upp og fórum til Umboðsmanns skuldara. Hann vildi ekkert koma til móts við okkur og ætlar bara að hirða allt. Og jafnvel þó þeir taki allt standa níu milljónir eftir. Ég skulda þeim þrátt fyrir að vera búin að borga þetta allt og gott betur.“ Friðrik segist vilja vekja athygli á sínu máli og þannig mörgum öðrum sambærilegum. „Fólk er bara að missa allt og það er ekkert verið að gera í málunum. Jörðin og hestarnir eru lifibrauðið okkar, við viljum auðvitað ekki missa það. Þá stöndum við eftir allslaus með ekkert,“ segir Friðrik.Rætt verður við Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Á vettvangi í morgunMynd úr einkasafni
Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41