Mætti á hesti í stjórnarráðið: "Mér blöskraði" Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. júní 2013 14:36 Maðurinn sem kom ríðandi að stjórnarráðinu fyrr í dag heitir Friðrik Helgason. Eins og Vísir greindi frá var sérsveit lögreglu kölluð til og hesturinn keyrður til síns heima í hestakerru. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik hafa lent skelfilega illa í kerfinu og vildi mótmæla óréttlæti á heiðarlegu fólki. Hann krefst þess að ríkisstjórnin standi við gefin kosningaloforð um að fella niður skuldir heimilanna. „Við erum búin að borga heiðarlega af okkar lánum í mörg ár og núna ætla þeir að hirða allt af okkur, húsið, jörðina og hestana. Mér blöskraði og ákvað að ríða niðureftir á góðu hrossi,“ segir Friðrik, sem fór leiðar sinnar á merinni Heru sem er sautján vetra gömul. Hann segir gjörninginn hafa verið mjög tákrænan þar sem hestarnir séu þeim einstaklega kærir. „Við erum mjög samheldin fjölskyldan og lifum fyrir hestana og útiveruna.“ Þá hafði hann meðferðis bréf og sérstakar fíflaklippur sem hann hafði hugsað sér að afhenda forsætisráðherra. „Klippurnar eru til að klippa á strengi þar sem alþingismenn eru leikbrúður og ekkert annað. Það eru strengir sem stýra þeim. Ef þau ætla að standa við uppbygginguna þurfa þau verkfæri til þess,“ segir Friðrik. Lögreglan gerði bréfið og verkfærið upptækt þegar hún mætti á staðinn í morgun. Friðrik segist alltaf hafa staðið í skilum og greitt samviskusamlega af sínum lánum. Eignir hans brunnu svo upp í verðbólgubáli eftir hrun. „Við gáfumst upp og fórum til Umboðsmanns skuldara. Hann vildi ekkert koma til móts við okkur og ætlar bara að hirða allt. Og jafnvel þó þeir taki allt standa níu milljónir eftir. Ég skulda þeim þrátt fyrir að vera búin að borga þetta allt og gott betur.“ Friðrik segist vilja vekja athygli á sínu máli og þannig mörgum öðrum sambærilegum. „Fólk er bara að missa allt og það er ekkert verið að gera í málunum. Jörðin og hestarnir eru lifibrauðið okkar, við viljum auðvitað ekki missa það. Þá stöndum við eftir allslaus með ekkert,“ segir Friðrik.Rætt verður við Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Á vettvangi í morgunMynd úr einkasafni Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Maðurinn sem kom ríðandi að stjórnarráðinu fyrr í dag heitir Friðrik Helgason. Eins og Vísir greindi frá var sérsveit lögreglu kölluð til og hesturinn keyrður til síns heima í hestakerru. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik hafa lent skelfilega illa í kerfinu og vildi mótmæla óréttlæti á heiðarlegu fólki. Hann krefst þess að ríkisstjórnin standi við gefin kosningaloforð um að fella niður skuldir heimilanna. „Við erum búin að borga heiðarlega af okkar lánum í mörg ár og núna ætla þeir að hirða allt af okkur, húsið, jörðina og hestana. Mér blöskraði og ákvað að ríða niðureftir á góðu hrossi,“ segir Friðrik, sem fór leiðar sinnar á merinni Heru sem er sautján vetra gömul. Hann segir gjörninginn hafa verið mjög tákrænan þar sem hestarnir séu þeim einstaklega kærir. „Við erum mjög samheldin fjölskyldan og lifum fyrir hestana og útiveruna.“ Þá hafði hann meðferðis bréf og sérstakar fíflaklippur sem hann hafði hugsað sér að afhenda forsætisráðherra. „Klippurnar eru til að klippa á strengi þar sem alþingismenn eru leikbrúður og ekkert annað. Það eru strengir sem stýra þeim. Ef þau ætla að standa við uppbygginguna þurfa þau verkfæri til þess,“ segir Friðrik. Lögreglan gerði bréfið og verkfærið upptækt þegar hún mætti á staðinn í morgun. Friðrik segist alltaf hafa staðið í skilum og greitt samviskusamlega af sínum lánum. Eignir hans brunnu svo upp í verðbólgubáli eftir hrun. „Við gáfumst upp og fórum til Umboðsmanns skuldara. Hann vildi ekkert koma til móts við okkur og ætlar bara að hirða allt. Og jafnvel þó þeir taki allt standa níu milljónir eftir. Ég skulda þeim þrátt fyrir að vera búin að borga þetta allt og gott betur.“ Friðrik segist vilja vekja athygli á sínu máli og þannig mörgum öðrum sambærilegum. „Fólk er bara að missa allt og það er ekkert verið að gera í málunum. Jörðin og hestarnir eru lifibrauðið okkar, við viljum auðvitað ekki missa það. Þá stöndum við eftir allslaus með ekkert,“ segir Friðrik.Rætt verður við Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Á vettvangi í morgunMynd úr einkasafni
Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41