Leikarinn Ryan Gosling er eins og margir vita staddur hér á landi að klippa kvikmynd sína How To Catch A Monster með Valdísi Óskarsdóttur.
Lítið hefur farið fyrir leikaranum en til hans sást fyrir utan Mjölni á Seljavegi á fimmtudaginn en skrifstofa Valdísar stendur einnig við Seljaveg.
Á föstudagskvöldið var Gosling mættur í drykki á Slippbarnum en þar var hann ásamt syni Valdísar, Davíð Óskari Ólafssyni.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvelur Gosling á Hótel Marina og hefur Davíð Óskar verið duglegur að sýna leikaranum helstu staði bæjarins.
Ryan Gosling fór á Slippbarinn
Kristjana Arnarsdóttir skrifar
