Íslenski boltinn

Engu við þetta að bæta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vildi engu bæta við stutta yfirlýsingu sína um brotthvarf Tryggva Guðmundssonar frá Fylki.

Tilkynnt var í kvöld að Tryggvi væri hættur hjá Fylki en gengið var frá starfslokunum í kvöld.

„Það er bara no comment. Það er engu við þetta að bæta,“ sagði Ásgeir og vildi ekkert tjá sig um sögusagnir um að hegðun Tryggva utan vallar hefði gert stöðu hans í liðinu erfiða.

Tryggvi var í byrjunarliði Fylkis gegn Stjörnunni í gær en Ásgeir sagðist aðspurður að tíðindi kvöldsins tengdust þeim leik á engan hátt.

Hvorki hefur náðst í Tryggva né Ásmund Arnarsson, þjálfara Fylkis.

Uppfært 19.55: Viðtal við Tryggva Guðmundsson má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×