Innlent

Ítrekað brotist inn í húsið við Hverfisgötu

Kristján Hjálmarsson skrifar
Ítrekað hefur verið brotist inn í húsið við Hverfisgötu 32 síðustu mánuði en eldur kom þar upp í gær og varð húsið alelda. Talið er víst að kveikt hafi verið í enda er ekkert rafmagn tengt í húsið.

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var stefnt á vettvang upp úr klukkan tíu í gær. Töluverður eldur logaði í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang og höfðu slökkviliðsmenn í nógu að snúast, eins og sjá má á myndum sem Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður tók.

Reykkafarar voru sendir inn til að kanna hvort nokkur væri í húsinu, þar sem vitað er að utangarðsmenn hafa stundum leitað þar húsaskjóls, en engin reyndist þar innandyra.

Slökkvistarf gekk vel en nokkurt tíma tók að slökkva endanalega í glæðum. Húsið, sem er áfast við Hótel Klöpp, er talið ónýtt.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×