Innlent

Reiknilíkan ráðuneytis ekki uppfært nægilega oft

Mynd/Vilhelm
Velferðarráðuneytinu hefur verið bent á að það þurfi að tryggja betur að útreikningar reiknilíkans sem notað er til að áætla fjárþörf heilbrigðisstofnana byggi ávallt á réttum upplýsingum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt hefur verið.

Þá er ráðuneytinu bent á að huga að forsendum líkansins og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Líkanið hefur verið notað um nokkurra ára skeið til þess að meta fjárþörf heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og hafa tillögu Alþingis um fjárveitingar meðal annars byggt á útreikningum þess. Í skýrslunni segir að ráðuneytinu hafi láðst að uppfæra árlega sumar forsendur í líkaninu og að það dragi óhjákvæmilega úr gildi þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×