Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina undir 50 prósent

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra takast hér í hendur fyrir utan Bessastaði. Fyrir aftan þá eru aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra takast hér í hendur fyrir utan Bessastaði. Fyrir aftan þá eru aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni. Mynd/GVA
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn undir fimmtíu prósent samkvæmt nýrri könnun MMR, mælist nú 49,3 prósent en var 54, 8 prósent í síðustu könnun MMR og hefur því minkað um 5,5 prósentustig.



Lítil breyting er á fylgi stjórnmálaflokkanna milli kannanna samkvæmt könnun MMR sem gerð var dagana 9. til 14 ágúst. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27,9%, borið saman við 29,7% í síðustu mælingu, og tapar tveimur prósentustigum. Framsóknarflokkurinn er nú með 18,1% og eykur fylgi sitt um 1,4 prósentustig, Samfylkingin mælist með 13,0% fylgi, borið saman við 13,5% í síðustu mælingu og Vinstri græn með 14,4% fylgi borið saman við 13,1% í síðustu könnun MMR.

Björt framtíð mælist með 11,7% fylgi borið saman við 12,3% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 7,1% fylgi, borið saman við 8,4% í síðustu mælingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×