Innlent

Tröppurnar orðnar 527

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Umferð ferðamanna um svæðið er mikil.
Umferð ferðamanna um svæðið er mikil. Fréttablaðið/Stefán
Í sumar hefur verið unnið að gerð nýs tröppustígs upp með Skógafossi, en erfitt hefur verið að halda göngustíg upp með fossinum góðum, sérstaklega í rigningartíð eins og verið hefur í sumar.

Krakkar í vinnuskólanum hafa unnið við að bera möl í tröppustíginn og er um heilmikla bragarbót á gönguleiðinni til og frá fossinum. Bætist tröppustígurinn við eldri timburtröppur og járntröppur upp að útsýnisstaðnum Spönginni og alls eru tröppurnar því orðnar 527.

Samhliða tröppugerðinni hafa svæði verið girt af til þess að vernda viðkvæman gróður, en umferð ferðamanna um svæðið er mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×