Fótbolti

Pirlo hættir eftir HM

Pirlo í leik með Juve í vetur.
Pirlo í leik með Juve í vetur. vísir/getty
HM 2014 í Brasilíu verður svanasöngur miðjumannsins Andrea Pirlo með ítalska landsliðinu. Miðjumaðurinn hefur þegar tekið þá ákvörðun.

Pirlo er orðinn 33 ára gamall og búinn að leika tæplega 100 leiki fyrir landsliðið. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2002 og var í liði Ítala sem vann HM 2006.

"Eftir HM 2014 er kominn tími fyrir mig að stíga til hliðar. Þá fá yngri leikmenn að taka við keflinu," sagði Pirlo.

"Það hefur gefið mér mikið að spila fyrir landsliðið og ég er svo lánsamur að hafa unnið HM."

Þó svo Pirlo sé farinn að eldast er hann enn að spila gríðarlega vel og hefur farið algjörlega á kostum með Juventus í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×