Innlent

Þúsundir lykilorða komin á netið

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vodafone hvetur viðskiptavini sína til að breyta lykilorðum sínum.
Vodafone hvetur viðskiptavini sína til að breyta lykilorðum sínum.
Eitt af þeim fjölmörgu skjölum sem tyrkneski hakkarinn lak á netið inniheldur netföng, kennitölur og lykilorð Íslendinga. Um er að ræða netföng og lykilorð sem þúsundir viðskiptavina Vodafone gáfu líklega upp við skráningu á netsíðu fyrirtækisins.

Fyrr í dag sendi Vodafone frá sér tilkynningu þar sem viðskiptavinir fyrirtækisins voru hvattir til að breyta lykilorðum.

Samkvæmt sérfræðingi sem fréttastofa ræddi við er algengt að fólk noti aðeins eitt lykilorð fyrir marga ólíka reikninga á netinu. Þannig eru lykilorðin sem nú eru á netinu oft hengd við önnur netföng, eins og Gmail og fleiri, sem óprútnir aðila hafa nú aðgang að með því að nota lykilorðið sem viðkomandi gaf upp hjá Vodafone.

Í heildina er um að ræða 30 þúsund kennitölur en lykilorð eru tengd við stóran hluta þeirra ásamt símanúmeri og netföngum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir í samtali við fréttastofu að hún hafi frétt af málinu þegar það kom upp í morgun.

Ráðuneytið mun fara yfir málið með viðeigandi undirstofnunum um helgina en ráðherra sagðist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti að svo stöddu.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.