Aron Einar og Gylfi Þór í frystikistunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2013 06:30 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Nordicphotos/Getty Íslensku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki fengið mörg tækifæri með liðum sínum eftir að þeir sneru heim frá Króatíu þar sem íslenska landsliðið var 90 mínútum frá því að komast á HM í Brasilíu. Tapið á móti Króatíu var gríðarleg vonbrigði fyrir Gylfa og Aron Einar en það hefur ekki heldur verið yfir miklu að gleðjast hjá þeim félögum í vinnunni síðan þá. Knattspyrnustjórar Tottenham og Cardiff hafa nefnilega veðjað á aðra leikmenn í undanförnum fjórum leikjum.Gylfi hefur ekki byrjað Aron Einar hefur verið í byrjunarliðinu í einum leik ólíkt Gylfa Þór sem hefur ekki byrjað neinn þessara leikja. Leikurinn er líka sá eini sem Aron Einar hefur fengið að spila frá því í förinni til Zagreb. Gylfi hefur verið inn og út úr liði Tottenham í vetur og þó svo hann spili mun minna núna en fyrr á tímabilinu þá er breytingin enn meiri fyrir Aron Einar. Hann hefur sjálfur talað um að hafa verið andlega og líkamlega laskaður eftir umspilsleikina en það er mikill munur að spila í 90 mínútur í nær öllum leikjum og að koma ekki við sögu í þremur af síðustu fjórum leikjum. Gylfi Þór nær ekki að fylla einn hálfleik í síðustu fjórum leikjum Tottenham í deildinni. Hann er í tíunda sæti yfir spilaðar mínútur miðjumanna Tottenham í undanförnum fjórum leikjum. Þar hafa menn eins og Nacer Chadli, Lewis Holtby og Érik Lamela fengið stór tækifæri. Aron Einar spilaði 710 mínútur af 720 mögulegum í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins en var inn og út úr liðinu í síðustu leikjum fyrir umspilið þar sem hann meiddist meðal annars á öxl í einum þeirra. Jordon Mutch hefur spilað meira upp á síðkastið og Don Cowie er annar leikmaður sem hefur fengið meiri spilatíma eftir að Aron Einar datt út.Tölfræðin hjá Cardiff og Spurs í síðustu fjórum leikjum.Betri með þá inni á vellinum Ef knattspyrnustjórarnir hafa augun á gengi liðsins með íslensku strákana inn á vellinum þá ættu þeir nú að spila meira. Ekki fer á milli mála að Tottenham og Cardiff gengur betur með Gylfa og Aron inn á grasinu. Fimm mörkum munar á báðum stöðum. Tottenham hefur unnið þær 615 mínútur sem Gylfi hefur spilað 5-3 (Gylfi með þrjú markanna) en markatala liðsins þær 735 mínútur sem hann hefur verið á bekknum er aftur á móti 10-13. Aron Einar er búinn að spila 946 mínútur og markatalan á þeim er 9-12 fyrir mótherja Cardiff. Það er ekki gott en miklu betra en markatalan þær 404 mínútur sem Cardiff hefur verið án Arons. Þá er markatala liðsins skelfileg eða 2-10. Tottenham hefur unnið tvo síðustu deildarleiki sína og því ekki miklar líkur á því að André Villas-Boas geri breytingar á liðinu fyrir leikinn á móti Liverpool um helgina. Gylfi ætti hins vegar að fá tækifæri á móti Anzhi í Evrópudeildinni í kvöld og hver veit nema góð frammistaða þar setji pressu á Villas-Boas að gefa honum alvöruhlutverk á móti fyrrverandi knattspyrnustjóra Gylfa, Brendan Rodgers. Aron og félagar mæta West Bromwich Albion í mikilvægum leik á heimavelli. Tap á móti Crystal Palace og Arsenal í síðustu leikjum án Arons Einars ættu að opna dyrnar fyrir landsliðsfyrirliðann í byrjunarliðið en það er þó ómögulegt að spá fyrir um hvað knattspyrnustjórinn Malky Mackay gerir á laugardaginn. Mikið leikjaálag í jólatörninni ætti að auka líkurnar á því að Gylfi og Aron fái að spila og þá er það bara fyrir okkar menn að nýta tækifærið þegar það gefst. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Íslensku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki fengið mörg tækifæri með liðum sínum eftir að þeir sneru heim frá Króatíu þar sem íslenska landsliðið var 90 mínútum frá því að komast á HM í Brasilíu. Tapið á móti Króatíu var gríðarleg vonbrigði fyrir Gylfa og Aron Einar en það hefur ekki heldur verið yfir miklu að gleðjast hjá þeim félögum í vinnunni síðan þá. Knattspyrnustjórar Tottenham og Cardiff hafa nefnilega veðjað á aðra leikmenn í undanförnum fjórum leikjum.Gylfi hefur ekki byrjað Aron Einar hefur verið í byrjunarliðinu í einum leik ólíkt Gylfa Þór sem hefur ekki byrjað neinn þessara leikja. Leikurinn er líka sá eini sem Aron Einar hefur fengið að spila frá því í förinni til Zagreb. Gylfi hefur verið inn og út úr liði Tottenham í vetur og þó svo hann spili mun minna núna en fyrr á tímabilinu þá er breytingin enn meiri fyrir Aron Einar. Hann hefur sjálfur talað um að hafa verið andlega og líkamlega laskaður eftir umspilsleikina en það er mikill munur að spila í 90 mínútur í nær öllum leikjum og að koma ekki við sögu í þremur af síðustu fjórum leikjum. Gylfi Þór nær ekki að fylla einn hálfleik í síðustu fjórum leikjum Tottenham í deildinni. Hann er í tíunda sæti yfir spilaðar mínútur miðjumanna Tottenham í undanförnum fjórum leikjum. Þar hafa menn eins og Nacer Chadli, Lewis Holtby og Érik Lamela fengið stór tækifæri. Aron Einar spilaði 710 mínútur af 720 mögulegum í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins en var inn og út úr liðinu í síðustu leikjum fyrir umspilið þar sem hann meiddist meðal annars á öxl í einum þeirra. Jordon Mutch hefur spilað meira upp á síðkastið og Don Cowie er annar leikmaður sem hefur fengið meiri spilatíma eftir að Aron Einar datt út.Tölfræðin hjá Cardiff og Spurs í síðustu fjórum leikjum.Betri með þá inni á vellinum Ef knattspyrnustjórarnir hafa augun á gengi liðsins með íslensku strákana inn á vellinum þá ættu þeir nú að spila meira. Ekki fer á milli mála að Tottenham og Cardiff gengur betur með Gylfa og Aron inn á grasinu. Fimm mörkum munar á báðum stöðum. Tottenham hefur unnið þær 615 mínútur sem Gylfi hefur spilað 5-3 (Gylfi með þrjú markanna) en markatala liðsins þær 735 mínútur sem hann hefur verið á bekknum er aftur á móti 10-13. Aron Einar er búinn að spila 946 mínútur og markatalan á þeim er 9-12 fyrir mótherja Cardiff. Það er ekki gott en miklu betra en markatalan þær 404 mínútur sem Cardiff hefur verið án Arons. Þá er markatala liðsins skelfileg eða 2-10. Tottenham hefur unnið tvo síðustu deildarleiki sína og því ekki miklar líkur á því að André Villas-Boas geri breytingar á liðinu fyrir leikinn á móti Liverpool um helgina. Gylfi ætti hins vegar að fá tækifæri á móti Anzhi í Evrópudeildinni í kvöld og hver veit nema góð frammistaða þar setji pressu á Villas-Boas að gefa honum alvöruhlutverk á móti fyrrverandi knattspyrnustjóra Gylfa, Brendan Rodgers. Aron og félagar mæta West Bromwich Albion í mikilvægum leik á heimavelli. Tap á móti Crystal Palace og Arsenal í síðustu leikjum án Arons Einars ættu að opna dyrnar fyrir landsliðsfyrirliðann í byrjunarliðið en það er þó ómögulegt að spá fyrir um hvað knattspyrnustjórinn Malky Mackay gerir á laugardaginn. Mikið leikjaálag í jólatörninni ætti að auka líkurnar á því að Gylfi og Aron fái að spila og þá er það bara fyrir okkar menn að nýta tækifærið þegar það gefst.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira