Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur Ó. 2-0 | Fyrsti heimasigur Keflvíkinga Árni Jóhannsson á Nettóvellinum skrifar 7. ágúst 2013 11:40 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Keflvíkingar unnu 2-0 sigur í víkingaslagnum gegn Ólsurum í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu suður með sjó í kvöld. Fyrri hálfleikur var hinn hressasti en þrátt fyrir það markalaus. Mikið var undir enda heimamenn í botnsætinu en gestirnir úr Ólafsvík með þremur stigum meira í 10. sæti deildarinnar. Miðjumaðurinn Frans Elvarsson kom Keflavík yfir eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik. Haraldur Freyr Guðmundsson og Hörður Sveinsson voru arkitektarnir að markinu sem Frans skoraði með snyrtilegu skoti. Hagur gestanna vænkaðist litlu síðar þegar Jóhann Birnir Guðmundsson fékk að líta sitt annað gula spjald á skömmum tíma. Bæði spjöldin fékk reynsluboltinn fyrir brot á Farid Zato. Ómar Jóhannsson þurfti einu sinni að bjarga með tilþrifum eftir atgang í teig heimamanna. Það voru hins vegar Keflvíkingar sem innsigluðu sigurinn. Magnús Sverrir Þorsteinsson nýtti kærkomið tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði af stuttu færi eftir óeigingjarnan undirbúning Harðar Sveinssonar. Sigurinn kemur Keflavík upp að hlið Ólsara með tíu stig en Ólsarar hafa tveimur mörkum betri markamun. Sigurinn var sá fyrsti hjá Keflavík á heimavelli í sumar. Keflvíkingar tóku á móti Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, í leik sem búið var að kalla svokallaðann sex stig leik fyrirfram. Bæði lið eru í fallbaráttu var Víkingur Ólafsvík með þriggja stiga forystu á Keflvíkinga áður en flautað var til leiks. Leikurinn fór fjörlega af stað og var það ljóst frá fyrstu mínútu að mikið var undir og skiptust liðin á að sækja nánast allan hálfleikinn þó að mörkin hafi ekki litið dagsins ljós. Besta færi hálfleiksins kom á 30. mínútu úr hornspyrnu þegar Einar Orri Einarsson skallaði fyrirgjöf Jóhanns Birnis Guðmundssonar að marki úr markteignum en Einar Hjörleifsson markmaður Víkings var réttur maður á réttum stað og varði skallann í horn sem ekkert varð síðan úr. Liðin fóru því jöfn til búningsklefa í hálfleik. Byrjun seinni hálfleiks var í takt við fyrri hálfleikinn þar sem liðin skiptust á að sækja án þess þó að koma boltanum inn fyrir marklínuna hjá hvort öðru. Þannig þróaðist leikurinn þangað til á 60. mínútu þegar Frans Elvarsson kom heimamönnum yfir með stórglæsilegu marki. Haraldur Freyr Guðmundsson sendi boltann upp kantinn þar sem Hörður Sveinsson tók við boltanum og renndi honumfyrir fætur Frans Elvarssonar, nýkominn inn á, sem fór framhjá einum varnarmanni og renndi boltanum í fjærhornið. Aftur dró til tíðinda á 71. mínútu í tvígang. Fyrst þegar Abdel-Farid Zato-Arouna skallaði boltann í innanverða stöngina á marki heimamanna, eftir hornspyrnu og mátti litlu muna að Víkingar næðu frákastinu en svo varð ekki. Á sömu mínútu braut Jóhann Birnir Guðmundsson á Farid með því að hanga í stuttbuxum hans og uppskar hann þar með sitt annað gula spjald, því 13 mínútum áður hafði hann brotið á sama leikmanni, með sama hætti og fengið gult spjald að launum. Var það mál manna að þarna hafi reynsluboltinn ekki sýnt af sér þá reynslu sem hann býr yfir. Keflvíkingar tryggðu sér síðan stigin þrjú á 84. mínútu þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson lagði boltann í autt markið eftir að Hörður Sveinsson hafði komist einn inn fyrir vörn gestanna og rennt honum fyrir á Magnús sem þakkaði pent fyrir sig. 2-0 var staðan orðin og stutt til leiksloka. Víkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en áttu ekki erindi sem erfiði. Leiknum lauk því með tveggja marka sigri Keflvíkinga sem náðu að lyfta sér upp um eitt sæti af botni deildarinnar og jafna Víkinga að stigum. Keflvíkingar eiga hinsvegar leik inni á liðin fyrir ofan sig og gætu þar með lyft sér enn hærra en sigur þeirra í dag tryggir það að botnbaráttan verður enn sem komið er í járnum. Kristján Guðmunds: Hafði góð áhrif að fá rebbann aftur í markið„Við erum auðvitað gífurlega ánægðir með sigurinn í dag sem byggðist fyrst og fremst á því að liðið hélt hreinu”. Þannig voru fyrstu viðbrögð Kristjáns Guðmundssonar þjálfara Keflvíkinga eftir að liðið hans hafði lagt Víkinga frá Ólafsvík í Pepsi-deildinni í kvöld. „Þótt að mörkin hafi ekki komið fyrr en í síðari hálfleik vorum við að skapa okkur fín færi í fyrri hálfleik og spiluðum almennt vel í leiknum og okkur tókst að skora og halda markinu hreinu. Ég er gríðarlega ánægður með að liðið hafi haldið hreinu. Einnig er það gaman að það skyldi hitta þannig á að Ómar skuli koma inn í markið og þá náum við að halda hreinu. Það hefur örugglega góð áhrif innan liðsins að fá rebbann í markið aftur," sagði Kristján um það sem skóp sigurinn í leiknum en þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Keflvíkingar halda hreinu. Þegar Kristján var spurður um álit sitt á leiknum sagði hann: „Það var mikil spenna í leiknum strax frá upphafi enda mikið undir og það vita allir hvernig staðan er í deildinni fyrir leikinn. Það var mikið að gerast í leiknum, hann var hraður og mikill vindur og held ég að hann hafi verið mjög skemmtilegur fyrir þá sem lögðu leið sína á völlinn." Kristján sagði að ekki hafi verið um annað að ræða en að skipta Einari Orra Einarssyni út af snemma í síðari hálfleik þar sem hann var á gulu spjaldi og búinn að fá aðra aðvörun frá dómara leiksins. Að auki sé hann nýkominn til baka úr meiðslum og verið að koma honum inn í liðið." Leikurinn í kvöld var fimmti leikurinn í sumar sem Keflvíkingar missa mann af velli með rautt spjald, þar sem Jóhann Birnir Guðmundsson var rekinn af velli fyrir tvö gul spjöld og var Kristján spurður hvort hann hafði áhyggjur af því. „Ég er mjög óánægður með það en frá því ég kem til starfa höfum við ekki verið í neinum vandræðum með spjöldin og atvikið í kvöld var bara óheppni eftir því sem Jóhann segir mér. Honum finnst hann hafa runnið á leikmanninn sem varð til þess að hann fékk sitt annað gula spjald." Ejub Purisevic: Ólafsvík getur ekki tapað í þessari deildEjub Purisevic þjálfari Víkings var að vonum svekktur með úrslit kvöldsins, „Það er sárt að tapa því ef við hefðum fengið þrjú stig í dag hefðum við verið í mjög góðum málum í deildinni. Keflavík spilaði vel í dag og voru tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn þannig að ég held að Keflavík hafi átt þennan sigur skilinn." Ejub var spurður að því hvað hefði getað farið betur hjá sínum mönnum. „Þetta var ágætis leikur hjá mínum mönnum, sérstaklega í fyrri hálfleik og fannst mér við vera líklegari. Svo fáum við á okkur mark sem mér finnst mjög erfitt að kyngja því við áttum að fá aukaspyrnu í aðdraganda þess auk þess sem miðjumenn mínir brugðust í þeirri sókn. Eftir það hefðum við mátt vera rólegri og halda boltanum innan liðsins og skapa betri færi til að jafna leikinn. Það verður auðvitað erfiðara fyrir liðið að vinna leikinn ef við náum ekki að nýta færin sem við sköpuðum okkur því mér við fannst við ekki lakara liðið í dag. Keflavík er mjög reynt og gott lið þannig að það er ekkert grín að spila hér, sérstaklega þegar við nýtum ekki færin." „Við erum með sama fjöldann í hópnum eftir félagsskiptagluggann, við skiptum útlendingum út og fengum aðra útlendinga í staðinn og það tekur sinn tíma að púsla liðinu saman. Mér finnst samt liðið búið að spila vel og nýju leikmennirnir falla vel inn í liðið", sagði Ejub þegar hann var inntur eftir því hvort erfitt væri að koma nýjum leikmönnum inn í liðið. Ejub segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að Víkingur Ólafsvík falli úr deildinni. „Ég fór með það hugarfar inn í mótið að við yrðum í fallbaráttu. Okkur var ekki gefinn mikill séns á því að halda okkur í deildinni og erum við vissulega í þessum pakka og verðum það væntanlega þar til loka. Ég ætla samt ekki að hafa áhyggjur af því hvort við föllum eða ekki, ég undirbý bara mitt lið fyrir leikina og við sjáum hvað verður. Ólafsvík getur ekki tapað í þessari deild." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu 2-0 sigur í víkingaslagnum gegn Ólsurum í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu suður með sjó í kvöld. Fyrri hálfleikur var hinn hressasti en þrátt fyrir það markalaus. Mikið var undir enda heimamenn í botnsætinu en gestirnir úr Ólafsvík með þremur stigum meira í 10. sæti deildarinnar. Miðjumaðurinn Frans Elvarsson kom Keflavík yfir eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik. Haraldur Freyr Guðmundsson og Hörður Sveinsson voru arkitektarnir að markinu sem Frans skoraði með snyrtilegu skoti. Hagur gestanna vænkaðist litlu síðar þegar Jóhann Birnir Guðmundsson fékk að líta sitt annað gula spjald á skömmum tíma. Bæði spjöldin fékk reynsluboltinn fyrir brot á Farid Zato. Ómar Jóhannsson þurfti einu sinni að bjarga með tilþrifum eftir atgang í teig heimamanna. Það voru hins vegar Keflvíkingar sem innsigluðu sigurinn. Magnús Sverrir Þorsteinsson nýtti kærkomið tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði af stuttu færi eftir óeigingjarnan undirbúning Harðar Sveinssonar. Sigurinn kemur Keflavík upp að hlið Ólsara með tíu stig en Ólsarar hafa tveimur mörkum betri markamun. Sigurinn var sá fyrsti hjá Keflavík á heimavelli í sumar. Keflvíkingar tóku á móti Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, í leik sem búið var að kalla svokallaðann sex stig leik fyrirfram. Bæði lið eru í fallbaráttu var Víkingur Ólafsvík með þriggja stiga forystu á Keflvíkinga áður en flautað var til leiks. Leikurinn fór fjörlega af stað og var það ljóst frá fyrstu mínútu að mikið var undir og skiptust liðin á að sækja nánast allan hálfleikinn þó að mörkin hafi ekki litið dagsins ljós. Besta færi hálfleiksins kom á 30. mínútu úr hornspyrnu þegar Einar Orri Einarsson skallaði fyrirgjöf Jóhanns Birnis Guðmundssonar að marki úr markteignum en Einar Hjörleifsson markmaður Víkings var réttur maður á réttum stað og varði skallann í horn sem ekkert varð síðan úr. Liðin fóru því jöfn til búningsklefa í hálfleik. Byrjun seinni hálfleiks var í takt við fyrri hálfleikinn þar sem liðin skiptust á að sækja án þess þó að koma boltanum inn fyrir marklínuna hjá hvort öðru. Þannig þróaðist leikurinn þangað til á 60. mínútu þegar Frans Elvarsson kom heimamönnum yfir með stórglæsilegu marki. Haraldur Freyr Guðmundsson sendi boltann upp kantinn þar sem Hörður Sveinsson tók við boltanum og renndi honumfyrir fætur Frans Elvarssonar, nýkominn inn á, sem fór framhjá einum varnarmanni og renndi boltanum í fjærhornið. Aftur dró til tíðinda á 71. mínútu í tvígang. Fyrst þegar Abdel-Farid Zato-Arouna skallaði boltann í innanverða stöngina á marki heimamanna, eftir hornspyrnu og mátti litlu muna að Víkingar næðu frákastinu en svo varð ekki. Á sömu mínútu braut Jóhann Birnir Guðmundsson á Farid með því að hanga í stuttbuxum hans og uppskar hann þar með sitt annað gula spjald, því 13 mínútum áður hafði hann brotið á sama leikmanni, með sama hætti og fengið gult spjald að launum. Var það mál manna að þarna hafi reynsluboltinn ekki sýnt af sér þá reynslu sem hann býr yfir. Keflvíkingar tryggðu sér síðan stigin þrjú á 84. mínútu þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson lagði boltann í autt markið eftir að Hörður Sveinsson hafði komist einn inn fyrir vörn gestanna og rennt honum fyrir á Magnús sem þakkaði pent fyrir sig. 2-0 var staðan orðin og stutt til leiksloka. Víkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en áttu ekki erindi sem erfiði. Leiknum lauk því með tveggja marka sigri Keflvíkinga sem náðu að lyfta sér upp um eitt sæti af botni deildarinnar og jafna Víkinga að stigum. Keflvíkingar eiga hinsvegar leik inni á liðin fyrir ofan sig og gætu þar með lyft sér enn hærra en sigur þeirra í dag tryggir það að botnbaráttan verður enn sem komið er í járnum. Kristján Guðmunds: Hafði góð áhrif að fá rebbann aftur í markið„Við erum auðvitað gífurlega ánægðir með sigurinn í dag sem byggðist fyrst og fremst á því að liðið hélt hreinu”. Þannig voru fyrstu viðbrögð Kristjáns Guðmundssonar þjálfara Keflvíkinga eftir að liðið hans hafði lagt Víkinga frá Ólafsvík í Pepsi-deildinni í kvöld. „Þótt að mörkin hafi ekki komið fyrr en í síðari hálfleik vorum við að skapa okkur fín færi í fyrri hálfleik og spiluðum almennt vel í leiknum og okkur tókst að skora og halda markinu hreinu. Ég er gríðarlega ánægður með að liðið hafi haldið hreinu. Einnig er það gaman að það skyldi hitta þannig á að Ómar skuli koma inn í markið og þá náum við að halda hreinu. Það hefur örugglega góð áhrif innan liðsins að fá rebbann í markið aftur," sagði Kristján um það sem skóp sigurinn í leiknum en þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Keflvíkingar halda hreinu. Þegar Kristján var spurður um álit sitt á leiknum sagði hann: „Það var mikil spenna í leiknum strax frá upphafi enda mikið undir og það vita allir hvernig staðan er í deildinni fyrir leikinn. Það var mikið að gerast í leiknum, hann var hraður og mikill vindur og held ég að hann hafi verið mjög skemmtilegur fyrir þá sem lögðu leið sína á völlinn." Kristján sagði að ekki hafi verið um annað að ræða en að skipta Einari Orra Einarssyni út af snemma í síðari hálfleik þar sem hann var á gulu spjaldi og búinn að fá aðra aðvörun frá dómara leiksins. Að auki sé hann nýkominn til baka úr meiðslum og verið að koma honum inn í liðið." Leikurinn í kvöld var fimmti leikurinn í sumar sem Keflvíkingar missa mann af velli með rautt spjald, þar sem Jóhann Birnir Guðmundsson var rekinn af velli fyrir tvö gul spjöld og var Kristján spurður hvort hann hafði áhyggjur af því. „Ég er mjög óánægður með það en frá því ég kem til starfa höfum við ekki verið í neinum vandræðum með spjöldin og atvikið í kvöld var bara óheppni eftir því sem Jóhann segir mér. Honum finnst hann hafa runnið á leikmanninn sem varð til þess að hann fékk sitt annað gula spjald." Ejub Purisevic: Ólafsvík getur ekki tapað í þessari deildEjub Purisevic þjálfari Víkings var að vonum svekktur með úrslit kvöldsins, „Það er sárt að tapa því ef við hefðum fengið þrjú stig í dag hefðum við verið í mjög góðum málum í deildinni. Keflavík spilaði vel í dag og voru tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn þannig að ég held að Keflavík hafi átt þennan sigur skilinn." Ejub var spurður að því hvað hefði getað farið betur hjá sínum mönnum. „Þetta var ágætis leikur hjá mínum mönnum, sérstaklega í fyrri hálfleik og fannst mér við vera líklegari. Svo fáum við á okkur mark sem mér finnst mjög erfitt að kyngja því við áttum að fá aukaspyrnu í aðdraganda þess auk þess sem miðjumenn mínir brugðust í þeirri sókn. Eftir það hefðum við mátt vera rólegri og halda boltanum innan liðsins og skapa betri færi til að jafna leikinn. Það verður auðvitað erfiðara fyrir liðið að vinna leikinn ef við náum ekki að nýta færin sem við sköpuðum okkur því mér við fannst við ekki lakara liðið í dag. Keflavík er mjög reynt og gott lið þannig að það er ekkert grín að spila hér, sérstaklega þegar við nýtum ekki færin." „Við erum með sama fjöldann í hópnum eftir félagsskiptagluggann, við skiptum útlendingum út og fengum aðra útlendinga í staðinn og það tekur sinn tíma að púsla liðinu saman. Mér finnst samt liðið búið að spila vel og nýju leikmennirnir falla vel inn í liðið", sagði Ejub þegar hann var inntur eftir því hvort erfitt væri að koma nýjum leikmönnum inn í liðið. Ejub segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að Víkingur Ólafsvík falli úr deildinni. „Ég fór með það hugarfar inn í mótið að við yrðum í fallbaráttu. Okkur var ekki gefinn mikill séns á því að halda okkur í deildinni og erum við vissulega í þessum pakka og verðum það væntanlega þar til loka. Ég ætla samt ekki að hafa áhyggjur af því hvort við föllum eða ekki, ég undirbý bara mitt lið fyrir leikina og við sjáum hvað verður. Ólafsvík getur ekki tapað í þessari deild."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn