Innlent

Umferðarslys við Þingborg

Alvarlegt umferðarslys varð rétt austan við Þingborg í Flóahreppi nú á sjötta tímanum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi skullu tveir bílar, sem voru að koma úr gagnstæðri átt, saman.

Ökumenn bílanna voru einir í bílum sínum, og er verið að flytja annan þeirra til Reykjavíkur með sjúkrabíl.

Þjóðvegur 1 er lokaður í báðar áttir vegna þessa. Ekki er ljóst hvenær vegurinn verður opnaður á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×